Fótbolti

Tíu leikmenn Rangers unnu góðan sigur í Evrópudeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfredo Morelos skoraði mark Rangers í kvöld.
Alfredo Morelos skoraði mark Rangers í kvöld. Mark Runnacles/Getty Images

Skoska liðið Rangers, lærisveinar Steven Gerrard, unnu í kvöld góðan 1-0 sigur gegn Alashkert FC frá Armeníu í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Ekkert var skorað í fyrr hálfleik, en John Lundstram, varnarmaður Rangers, náði sér í tvö gul spjöl með tíu mínútna millibili og þar með rautt spjald rétt fyrir hálfleik.

Einum manni færri náðu Rangers þó að koma inn marki. Þar var að verki Alfredo Morelos eftir stoðsendingu frá James Tavernier.

Það reyndist eina mark leiksins, og Rangers er því í góðri stöðu fyrir seinni leik liðanna að viku liðinni. Sigur í einvíginu gefur sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.