Svandís og Brynjar tókust á í Pallborðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2021 13:30 Brynjar Níelsson og Svandís Svavarsdóttir takast á í Pallborðinu á Vísi en ljóst er að þau sjá stöðuna í faraldrinum ólíkum augum. Vísir/Arnar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins verða gestir Pallborðsins sem verður í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi. Ríkisstjórnin fundaði í morgun og var þar meðal annars til umræðu hvernig sóttkví verður háttað nú þegar skólarnir hefjast. Hraðpróf voru einnig til umræðu en Svandís sagði eftir fundinn að taka þyrfti ákvarðanir að vel ígrunduðu máli. Umræðan á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum síðastliðnar vikur. Með útbreiddum bólusetningum þá hefur mörgum þótt nóg um þegar kemur að sóttvarnaðgerðum en aðrir vilja að enn sé farið varlega. Þegar horft er til nágrannalandanna er ljóst að Íslendingar þurfa að lúta ansi ströngum reglum. Hér á landi fara til dæmis fullbólusettir í sóttkví séu þeir útsettir fyrir veirunni, en svo er ekki í löndunum í kring. Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir því að sóttkví barna verði endurskoðuð og að notast verði meira við hraðpróf til að berjast gegn þessari veiru. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tók vel í þær hugmyndir en eins og fyrr segir þá vill Svandís fara varlega. Spurningin er því hvað gerist þegar skólarnir hefjast. Í dag eru á sjö hundrað barna í sóttkví og skólarnir ekki byrjaðir. Ekki eru allir sammála hvaða leið eigi að fara og ef einhver hefur verið hvað gagnrýnastur á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda þá er það Brynjar Níelsson sem mun ræða þessi mál ásamt Svandísi í Pallborðinu. Uppfært: Þættinum er lokið en upptöku af honum má sjá að neðan.
Ríkisstjórnin fundaði í morgun og var þar meðal annars til umræðu hvernig sóttkví verður háttað nú þegar skólarnir hefjast. Hraðpróf voru einnig til umræðu en Svandís sagði eftir fundinn að taka þyrfti ákvarðanir að vel ígrunduðu máli. Umræðan á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum síðastliðnar vikur. Með útbreiddum bólusetningum þá hefur mörgum þótt nóg um þegar kemur að sóttvarnaðgerðum en aðrir vilja að enn sé farið varlega. Þegar horft er til nágrannalandanna er ljóst að Íslendingar þurfa að lúta ansi ströngum reglum. Hér á landi fara til dæmis fullbólusettir í sóttkví séu þeir útsettir fyrir veirunni, en svo er ekki í löndunum í kring. Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir því að sóttkví barna verði endurskoðuð og að notast verði meira við hraðpróf til að berjast gegn þessari veiru. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tók vel í þær hugmyndir en eins og fyrr segir þá vill Svandís fara varlega. Spurningin er því hvað gerist þegar skólarnir hefjast. Í dag eru á sjö hundrað barna í sóttkví og skólarnir ekki byrjaðir. Ekki eru allir sammála hvaða leið eigi að fara og ef einhver hefur verið hvað gagnrýnastur á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda þá er það Brynjar Níelsson sem mun ræða þessi mál ásamt Svandísi í Pallborðinu. Uppfært: Þættinum er lokið en upptöku af honum má sjá að neðan.
Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira