Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2021 12:01 Klara Sif Magnúsdóttir er ein þeirra Íslendinga sem framleiða erótískt efni á síðunni OnlyFans. Stöð 2 Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. Næsttekjuhæsti áhrifavaldur ársins 2020 er Birgitta Líf Björnsdóttir með mánaðartekjur upp á tæpa eina milljón króna. Birgitta er markaðsstjóri World Class og eigandi skemmtistaðarins Bankastræti Club og stafa allar tekjur hennar þannig ekki af áhrifavaldi hennar. Í þriðja sæti er Eva Ruza Miljevic með rúmlega 900 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Eva Ruza er virk á samfélagsmiðlinum Snapchat auk þess að færa fólki fréttir af fræga, fallega, fína og ríka fólkinu á hverjum degi á K100. Í fjórða sæti er Linda Benediktsdóttir með 800 þúsund krónur í mánaðartekjur. Linda heldur úti vefsíðunni lindaben.is og segist starfa sem áhrifavaldur, uppskriftahöfundur og matarstílisti. TikTok-stjarnan Arnar Gauti Arnarsson, betur þekktur sem Lil Curly, er í fimmta sæti listans með 730 þúsund krónur í mánaðartekjur. Lil Curly er með yfir 780 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Klara Sif ekki eina Onlyfans-stjarnan á listanum Athygli vekur hversu margar Onlyfans-stjörnur eru á lista Tekjublaðsins í ár. Engin þeirra kemst þó með tærnar þar sem Klara Sif hefur hælana hvað varðar tekjur. Næsttekjuhæsta Onlyfans-stjarnan er Birta Rós Blanco sem þénaði 291 þúsund krónur á mánuði í fyrra. Aðrir ríða ekki jafnfeitum hesti en tekjulægsta Onlyfans-stjarnan á listanum er Stefán Octavian Bjarnason með 21 þúsund krónur á mánuði. Tíu tekjuhæstu áhrifavaldar ársins 2020: Klara Sif Magnúsdóttir, Onlyfans-stjarna 1.098 þúsund Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri og veitingamaður 971 þúsund Eva Ruza Miljevic, snappari og fjölmiðlakona 920 þúsund Linda Benediktsdóttir, áhrifavaldur, uppskriftahöfundur og matarstílisti 802 þúsund Arnar Gauti Arnarsson, TikTok-stjarna 729 þúsund Sólveig V Sveinbjörnsdóttir, snappari 721 þúsund Sólrún Lilja Diego Elmarsdóttir, rithöfundur 525 þúsund Laufey Ebba Eðvarðsdóttir, TikTok-stjarna 506 þúsund Ingileif Friðriksdóttir, framkvæmdarstjóri og snappari 498 þúsund Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, snappari 446 þúsund Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Samfélagsmiðlar Tekjur OnlyFans Tengdar fréttir OnlyFans ekki „easy money heldur vinna“ Undanfarið hefur mikið verið rætt um vefsíðuna Onlyfans.com hér á landi, en nokkrir ungir Íslendingar hafa stigið fram opinberlega og greint frá hvernig þeir hafi þénað milljónir á því að selja áskrifendum sínum erótískt eða jafnvel klámfengð heimatilbúið myndefni. 26. apríl 2021 19:50 Tekjur Íslendinga: Tekjur forstjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur. 18. ágúst 2021 11:55 Tekjur Íslendinga: Tekjuhæsti listamaður landsins er klippari Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir klippari var með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur árið 2020 samkvæmt tekjublaði Frjálsar Verslunar sem kom út í dag. 18. ágúst 2021 11:30 Tekjur Íslendinga: Guðni Th. tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins í tekjublaði Frjálsrar verslunar með 2,80 milljónir króna í mánaðarlaun. 18. ágúst 2021 11:02 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Næsttekjuhæsti áhrifavaldur ársins 2020 er Birgitta Líf Björnsdóttir með mánaðartekjur upp á tæpa eina milljón króna. Birgitta er markaðsstjóri World Class og eigandi skemmtistaðarins Bankastræti Club og stafa allar tekjur hennar þannig ekki af áhrifavaldi hennar. Í þriðja sæti er Eva Ruza Miljevic með rúmlega 900 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Eva Ruza er virk á samfélagsmiðlinum Snapchat auk þess að færa fólki fréttir af fræga, fallega, fína og ríka fólkinu á hverjum degi á K100. Í fjórða sæti er Linda Benediktsdóttir með 800 þúsund krónur í mánaðartekjur. Linda heldur úti vefsíðunni lindaben.is og segist starfa sem áhrifavaldur, uppskriftahöfundur og matarstílisti. TikTok-stjarnan Arnar Gauti Arnarsson, betur þekktur sem Lil Curly, er í fimmta sæti listans með 730 þúsund krónur í mánaðartekjur. Lil Curly er með yfir 780 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Klara Sif ekki eina Onlyfans-stjarnan á listanum Athygli vekur hversu margar Onlyfans-stjörnur eru á lista Tekjublaðsins í ár. Engin þeirra kemst þó með tærnar þar sem Klara Sif hefur hælana hvað varðar tekjur. Næsttekjuhæsta Onlyfans-stjarnan er Birta Rós Blanco sem þénaði 291 þúsund krónur á mánuði í fyrra. Aðrir ríða ekki jafnfeitum hesti en tekjulægsta Onlyfans-stjarnan á listanum er Stefán Octavian Bjarnason með 21 þúsund krónur á mánuði. Tíu tekjuhæstu áhrifavaldar ársins 2020: Klara Sif Magnúsdóttir, Onlyfans-stjarna 1.098 þúsund Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri og veitingamaður 971 þúsund Eva Ruza Miljevic, snappari og fjölmiðlakona 920 þúsund Linda Benediktsdóttir, áhrifavaldur, uppskriftahöfundur og matarstílisti 802 þúsund Arnar Gauti Arnarsson, TikTok-stjarna 729 þúsund Sólveig V Sveinbjörnsdóttir, snappari 721 þúsund Sólrún Lilja Diego Elmarsdóttir, rithöfundur 525 þúsund Laufey Ebba Eðvarðsdóttir, TikTok-stjarna 506 þúsund Ingileif Friðriksdóttir, framkvæmdarstjóri og snappari 498 þúsund Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, snappari 446 þúsund Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.
Samfélagsmiðlar Tekjur OnlyFans Tengdar fréttir OnlyFans ekki „easy money heldur vinna“ Undanfarið hefur mikið verið rætt um vefsíðuna Onlyfans.com hér á landi, en nokkrir ungir Íslendingar hafa stigið fram opinberlega og greint frá hvernig þeir hafi þénað milljónir á því að selja áskrifendum sínum erótískt eða jafnvel klámfengð heimatilbúið myndefni. 26. apríl 2021 19:50 Tekjur Íslendinga: Tekjur forstjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur. 18. ágúst 2021 11:55 Tekjur Íslendinga: Tekjuhæsti listamaður landsins er klippari Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir klippari var með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur árið 2020 samkvæmt tekjublaði Frjálsar Verslunar sem kom út í dag. 18. ágúst 2021 11:30 Tekjur Íslendinga: Guðni Th. tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins í tekjublaði Frjálsrar verslunar með 2,80 milljónir króna í mánaðarlaun. 18. ágúst 2021 11:02 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
OnlyFans ekki „easy money heldur vinna“ Undanfarið hefur mikið verið rætt um vefsíðuna Onlyfans.com hér á landi, en nokkrir ungir Íslendingar hafa stigið fram opinberlega og greint frá hvernig þeir hafi þénað milljónir á því að selja áskrifendum sínum erótískt eða jafnvel klámfengð heimatilbúið myndefni. 26. apríl 2021 19:50
Tekjur Íslendinga: Tekjur forstjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur. 18. ágúst 2021 11:55
Tekjur Íslendinga: Tekjuhæsti listamaður landsins er klippari Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir klippari var með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur árið 2020 samkvæmt tekjublaði Frjálsar Verslunar sem kom út í dag. 18. ágúst 2021 11:30
Tekjur Íslendinga: Guðni Th. tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins í tekjublaði Frjálsrar verslunar með 2,80 milljónir króna í mánaðarlaun. 18. ágúst 2021 11:02