WHO varar við falsbóluefnum og kallar eftir að þau verði tekin úr umferð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2021 08:48 Heilbrigðisstarfsmaður bólusetur hér annan heilbrigðisstarfsmann með bóluefni Covishield í Indlandi. Sanjeev Verma/Hindustan Times via Getty Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segist hafa orðið þess áskynja að falsbóluefni við kórónuveirunni væru í umferð í Indlandi og Afríku. Þeir skammtar sem vitað er af hafa verið teknir úr umferð. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að yfirvöld í Indlandi og nokkrum Afríkulöndum hafi í þessum og síðasta mánuði gert upptæka skammta af bóluefni sem sagt var vera bóluefnið Covishield, sem er mest notaða bóluefnið í Indlandi. Framleiðandi bóluefnisins hefur þá staðfest að efnið sem var gert upptækt sé ekki hið raunverulega bóluefni. WHO hefur sagt að falsbóluefni, það er að segja efni sem markaðssett eru sem samþykkt bóluefni frá raunverulegum lyfjafyrirtækjum en eru það ekki, væru ógn við lýðheilsu á heimsvísu og kallað eftir því að þau verði tekin úr umferð. Heilbrigðisyfirvöld í Indlandi eru þá sögð rannsaka málið. „Við eigum sterkt kerfi sem ætlað er að koma í veg fyrir mál eins og þetta, en eftir að þetta mál kom upp viljum við aðeins tryggja að enginn Indverji hafi fengið falsbóluefni,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni innan indverska heilbrigðiskerfisins. Indversk stjórnvöld stefna að því að bólusetja alla íbúa landsins fyrir lok ársins 2021, en yfir 486 milljónir skammta af bóluefni Covishield hafa þegar verið gefnir í landinu. Hátt í 1,4 milljarðar manna búa í landinu, sem hefur orðið afar illa úti í kórónuveirufaraldrinum. Yfir 32 milljónir manna hafa fengið Covid-19 í landinu, svo vitað sé, og um 432 þúsund manns látið lífið af völdum sjúkdómsins. Sérfræðingar telja þó að tölur yfir smitaða og látna séu stórlega vanáætlaðar. Indland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að yfirvöld í Indlandi og nokkrum Afríkulöndum hafi í þessum og síðasta mánuði gert upptæka skammta af bóluefni sem sagt var vera bóluefnið Covishield, sem er mest notaða bóluefnið í Indlandi. Framleiðandi bóluefnisins hefur þá staðfest að efnið sem var gert upptækt sé ekki hið raunverulega bóluefni. WHO hefur sagt að falsbóluefni, það er að segja efni sem markaðssett eru sem samþykkt bóluefni frá raunverulegum lyfjafyrirtækjum en eru það ekki, væru ógn við lýðheilsu á heimsvísu og kallað eftir því að þau verði tekin úr umferð. Heilbrigðisyfirvöld í Indlandi eru þá sögð rannsaka málið. „Við eigum sterkt kerfi sem ætlað er að koma í veg fyrir mál eins og þetta, en eftir að þetta mál kom upp viljum við aðeins tryggja að enginn Indverji hafi fengið falsbóluefni,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni innan indverska heilbrigðiskerfisins. Indversk stjórnvöld stefna að því að bólusetja alla íbúa landsins fyrir lok ársins 2021, en yfir 486 milljónir skammta af bóluefni Covishield hafa þegar verið gefnir í landinu. Hátt í 1,4 milljarðar manna búa í landinu, sem hefur orðið afar illa úti í kórónuveirufaraldrinum. Yfir 32 milljónir manna hafa fengið Covid-19 í landinu, svo vitað sé, og um 432 þúsund manns látið lífið af völdum sjúkdómsins. Sérfræðingar telja þó að tölur yfir smitaða og látna séu stórlega vanáætlaðar.
Indland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira