Koma mörgum á óvart með því hvaða leikmaður fær tíuna hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 08:30 Philippe Coutinho hefur ekki fundið sig hjá Barcelona en gæti mögulega notið sín betur án Messi. EPA-EFE/Andreu Dalmau Það lítur út fyrir að það sé komin ný tía í lið Barcelona því spænska félagið hefur ákveðið að leyfa leikmanni að spila í treyjunni sem Lionel Messi hafði spilað svo lengi í. Philippe Coutinho hefur verið orðaður við flest stórlið á Englandi í langan tíma en það lítur út fyrir að hann eigi að fá alvöru hlutverk hjá Ronald Koeman þjálfara. Í stað þess að fara frá félaginu þá fær hann mögulega eftirsóttustu treyjuna í liðinu. Huge news this morning. Barcelona have decided on a new number 10! Ronald Koeman is said to be counting on the player a lot this season... a divisive pick for sure https://t.co/xERmKYMO83 pic.twitter.com/yIRRXEvfUn— SPORTbible (@sportbible) August 18, 2021 Margir héldu eflaust að það myndi enginn spila í tíunni hjá Barcelona á þessu fyrsta tímabili án Messi og sumir gengu svo langt að leggja það til að treyjan færi upp í rjáfur og að enginn fengi að spila aftur í henni. Barcelona menn virðast hins vegar hafa verið fljótir að finna næstu tíu í liðinu. Mundo Deportivo slær því upp að Philippe Coutinho verði boðið að spila í treyju númer tíu. Blaðamaður Mundo Deportivo hefur þær heimildir að Koeman ætli að gefa Coutinho eitt tækifæri í viðbót með því að gefa honum stórt hlutverk í vetur. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu blaðsins í morgun. 'Coutinho: last train' [md] pic.twitter.com/DcDOsxZfgN— barcacentre (@barcacentre) August 17, 2021 Coutinho hefur spilað bæði í treyjum númer fjórtán og sjö síðan að hann kom frá Liverpool fyrir risaupphæð í ársbyrjun 2018. Coutinho var aftur á móti í tíunni hjá bæði Liverpool og Bayern München. Tían er víst eina lausa númerið hjá Barcelona fyrir utan treyju númer 25 sem er ætluð fyrir markverði. Coutinho var í fjórtán á síðustu leiktíð en það númer fékk hinn ungi Rey Manaj á dögunum. Coutinho hefur spilað 90 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum og skorað í þeim 24 mörk. Hann vann þrennuna með Bayern þegar hann var lánaður þangað 2019-20 tímabilið. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira
Philippe Coutinho hefur verið orðaður við flest stórlið á Englandi í langan tíma en það lítur út fyrir að hann eigi að fá alvöru hlutverk hjá Ronald Koeman þjálfara. Í stað þess að fara frá félaginu þá fær hann mögulega eftirsóttustu treyjuna í liðinu. Huge news this morning. Barcelona have decided on a new number 10! Ronald Koeman is said to be counting on the player a lot this season... a divisive pick for sure https://t.co/xERmKYMO83 pic.twitter.com/yIRRXEvfUn— SPORTbible (@sportbible) August 18, 2021 Margir héldu eflaust að það myndi enginn spila í tíunni hjá Barcelona á þessu fyrsta tímabili án Messi og sumir gengu svo langt að leggja það til að treyjan færi upp í rjáfur og að enginn fengi að spila aftur í henni. Barcelona menn virðast hins vegar hafa verið fljótir að finna næstu tíu í liðinu. Mundo Deportivo slær því upp að Philippe Coutinho verði boðið að spila í treyju númer tíu. Blaðamaður Mundo Deportivo hefur þær heimildir að Koeman ætli að gefa Coutinho eitt tækifæri í viðbót með því að gefa honum stórt hlutverk í vetur. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu blaðsins í morgun. 'Coutinho: last train' [md] pic.twitter.com/DcDOsxZfgN— barcacentre (@barcacentre) August 17, 2021 Coutinho hefur spilað bæði í treyjum númer fjórtán og sjö síðan að hann kom frá Liverpool fyrir risaupphæð í ársbyrjun 2018. Coutinho var aftur á móti í tíunni hjá bæði Liverpool og Bayern München. Tían er víst eina lausa númerið hjá Barcelona fyrir utan treyju númer 25 sem er ætluð fyrir markverði. Coutinho var í fjórtán á síðustu leiktíð en það númer fékk hinn ungi Rey Manaj á dögunum. Coutinho hefur spilað 90 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum og skorað í þeim 24 mörk. Hann vann þrennuna með Bayern þegar hann var lánaður þangað 2019-20 tímabilið.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira