„Grímsey varð að draugaeyju í nokkra daga“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. ágúst 2021 10:56 Frá Grímseyjarhöfn. VÍSIR/JÓHANN K. JÓHANNSSON Kórónuveiran greindist í fyrsta sinn í Grímsey í síðustu viku. Allir íbúar fóru í sóttkví. „Eyjan lamaðist í nokkra daga, þannig að Grímsey varð að draugaeyju í nokkra daga,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, hjá hverfisráði Grímseyjar, en kórónuveiran greindist í fyrsta sinn á eyjunni í síðustu viku. Það þýddi að íbúar eyjunnar, sem telja á fimmta tug, fóru í sóttkví. Forsagan er sú að læknir var væntanlegur til eyjunnar á þriðjudag í síðustu viku með örvunarskammta fyrir þá sem höfðu fengið Janssen. Hann var beðinn um að taka með sér skimunarbúnað því nokkrir á eyjunni væru með einkenni. Karen Nótt Halldórsdóttir.Vísir Tveir greindust með veiruna í þeirri skimun. Læknirinn kom svo aftur á sunnudag og þá greindust þrjú smit til viðbótar. „Svo fengum við skilaboðin í gær hvert á fætur öðru að við værum flest neikvæð og þá var hægt að opna allt aftur,“ segir Karen en sóttkvíin hafði það í för með sér að öll þjónusta lagðist tímabundið af. Sundlaug, veitingastaður, verslun og pylsuvagn, allt lokað á meðan íbúarnir voru í sóttkví. Þeir sem eru lausir úr sóttkví í dag hafa því þurft að hlaupa undir bagga og sinna þjónustunni á meðan aðrir eru ýmist í einangrun eða sóttkví. „Við erum vön þessum afleysingum og reddingum í þessu litla samfélaginu,“ segir Karen. „Það var bara tímaspursmál hvenær veiran myndi berast í fyrsta skiptið til eyjunnar miðað við ferðamannastrauminn hingað í sumar.“ Grímsey Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
„Eyjan lamaðist í nokkra daga, þannig að Grímsey varð að draugaeyju í nokkra daga,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, hjá hverfisráði Grímseyjar, en kórónuveiran greindist í fyrsta sinn á eyjunni í síðustu viku. Það þýddi að íbúar eyjunnar, sem telja á fimmta tug, fóru í sóttkví. Forsagan er sú að læknir var væntanlegur til eyjunnar á þriðjudag í síðustu viku með örvunarskammta fyrir þá sem höfðu fengið Janssen. Hann var beðinn um að taka með sér skimunarbúnað því nokkrir á eyjunni væru með einkenni. Karen Nótt Halldórsdóttir.Vísir Tveir greindust með veiruna í þeirri skimun. Læknirinn kom svo aftur á sunnudag og þá greindust þrjú smit til viðbótar. „Svo fengum við skilaboðin í gær hvert á fætur öðru að við værum flest neikvæð og þá var hægt að opna allt aftur,“ segir Karen en sóttkvíin hafði það í för með sér að öll þjónusta lagðist tímabundið af. Sundlaug, veitingastaður, verslun og pylsuvagn, allt lokað á meðan íbúarnir voru í sóttkví. Þeir sem eru lausir úr sóttkví í dag hafa því þurft að hlaupa undir bagga og sinna þjónustunni á meðan aðrir eru ýmist í einangrun eða sóttkví. „Við erum vön þessum afleysingum og reddingum í þessu litla samfélaginu,“ segir Karen. „Það var bara tímaspursmál hvenær veiran myndi berast í fyrsta skiptið til eyjunnar miðað við ferðamannastrauminn hingað í sumar.“
Grímsey Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira