Erlent

Tali­banar skora á konur að taka þátt í nýrri ríkis­stjórn

Heimir Már Pétursson skrifar
Hver borgin á fætur annarri hefur fallið í hendur Talibana í Afganistan síðustu daga.
Hver borgin á fætur annarri hefur fallið í hendur Talibana í Afganistan síðustu daga. AP

Talibanar hafa gefið út allsherjar sakauppgjöf í Afganistan og hvetja konur til þátttöku í nýrri ríkisstjórn og reyna nú að sannfæra mjög efins almenning um að þeir hafi breytt um stefnu frá því þeir voru síðast við völd.

Mikil óreiða var á Kabúl-flugvelli í gær þar sem tugir þúsunda reyndu að komast úr landi og var flugvellinum lokað um tíma en var opnaður aftur í morgun.

AP segir frá því að Talibanar virðast nú vilja sýnast hógværari en áður. Þannig birtist kvenkynsfréttaþulur eftir tveggja daga hlé í sjónvarpi í gærkvöldi og átti viðtal við upplýsingafulltrúa þeirra.

Eldri íbúar landsins muna hins vegar eftir stjórnarháttum Talibana frá því á tíunda áratugnum þar til fyrir tuttugu árum.

Konur nutu lítilla sem engra réttinda og aflimanir og opinberar aftökur voru nánast daglegt brauð.

Engar fréttir hafa borist af ofbeldisverkum Talibana frá því þeir tóku völdin í Kabúl fyrir tveimur dögum en íbúar hafa haldið sig að mestu heima. Talibanar hafa tæmt fangelsin og rænt vopnabúr afganska hersins.


Tengdar fréttir

Konur birtast á skjánum á ný

Kvenkyns fréttaþulur birtist á skjánum á ný hjá fréttastofunni Tolo News í Afganistan í gærkvöldi en konur hafa ekki sést á skjánum frá því Talibanar náðu Kabúl höfuðborg landsins á sitt vald á sunnudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×