Innlent

Skora á stjórn­völd að taka á móti hin­segin flótta­­fólki frá Afgan­istan

Heimir Már Pétursson skrifar
Þúsundir manna reyna nú að flýja Afganistan eftir að hver borgin á fætur annarri hefur fallið í hendur Talibana.
Þúsundir manna reyna nú að flýja Afganistan eftir að hver borgin á fætur annarri hefur fallið í hendur Talibana. AP

Samtökin 78 hafa skorað á stjórnvöld að taka á móti afgönsku flóttafólki nú þegar Talibanar hafi á síðustu dögum rænt völdum í Afganistan.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að þetta þýði að auk kvenna, sem hafi í einu vetfangi misst öll réttindi sín, væri hinsegin fólk í Afganistan nú í enn meiri hættu en áður.

Í ljósi þeirra hörmulegu atburða sem átt hafi sér stað undanfarna daga skori stjórn Samtakanna ‘78 á íslensk stjórnvöld að skuldbinda sig án tafar til að taka á móti flóttafólki frá Afganistan og þá sérstaklega hinsegin flóttafólki.

Samtökin ‘78 hafi í tvígang komið að móttöku hinsegin flóttafólks í samvinnu við stjórnvöld og Rauða krossinn. Þau séu einnig tilbúin til þess nú og spyrja stjórnvöld hvort þau væru sömuleiðis tilbúin.


Tengdar fréttir

Mynd sýnir þétt­pakkaða her­flutninga­vél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afgan­istan

Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan.

Varði á­kvörðunina og skellti skuldinni á ráða­mennina sem flúðu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×