Innlent

Jakob Frímann verður oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi

Heimir Már Pétursson skrifar
Jakob Frímann Magnússon hefur komið víða við.
Jakob Frímann Magnússon hefur komið víða við.

Jakob Frímann Magnússon tónlistar- og athafnamaður skipar fyrsta sætið á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Í tilkynningu segir Jakob að hann hafi hrifist af stefnumálum flokksins, þar sem áhersla væri lögð á að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi. 

„Það er sjálfsögð krafa að allir fái lifað mannsæmandi lífi í einu af auðugustu samfélögum heims. Hér á enginn að búa við bág kjör að afloknu ævistarfi, hlúa þarf betur að þeim sem hafa lent í áföllum eða búa við skerta orku og allir eiga að njóta jafnra tækifæra til menntunar og tómstundastarfs. Alvöru velferðarsamfélag byggist á heilbrigðu samhengi milli verðmætasköpunar og mannúðar.“

Jakob Frímann er þekktastur fyrir störf sín með Stuðmönnum en hann hefur einnig gengt ýmsum trúnaðarstörfum, var um tíma sendifulltrúi í utanríkisþjónustunni, sat á þingi sem varaþingmaður Samfylkingarinnar og gegndi stöðu framkvæmdastjóra miðborgarmála í áratug svo eitthvað sé nefnt. 

Jakob Frímann er fæddur í Kaupmannahöfn en er kunnugur kjördæminu þar sem hann leiðir nú Flokk fólksins en hann á ættir að rekja til Akureyrar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.