Sveitarfélögin setji leiðbeiningar um frekari takmarkanir innan skólastarfs Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2021 18:59 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill Í dag voru tæplega 400 börn í sóttkví vegna smita sem komu upp á leikskólum og frístundaheimilum. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur vinnur nú að leiðbeiningum í samstarfi við önnur sveitarfélög og Almannavarnir til að fækka smitum innan skóla og frístundaheimila. Að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eru börn af þremur leikskólum að losna úr sóttkví í dag og ættu því að geta mætt í skólann á morgun. Hann segir þó að ómögulegt sé að vita hvað gerist á næstu dögum. Þá sé stór hópur sem lenti í sóttkví á föstudag og um helgina vegna smita tengdum þremur frístundarheimilum og verður í sóttkví út vikuna. Hann segir þó að blessunarlega séu færri börn á frístundarheimilum þessi dægrin en venjulega þar sem aðeins sé um sumarnámskeið að ræða. Nokkuð um smit inn í skólana en lítil dreifing innan þeirra Helgi segir að eðlilegt sé að smit greinist í skólastarfi þar sem veiran sé útbreidd í samfélaginu. Fólk smitist í sínu nærumhverfi og beri smit inn í skólana. Þó segir hann að óalgengt hafi verið að veiran dreifist mikið innan skólanna. Þá segir hann að þrátt fyrir undantekningar í reglugerð um sóttvarnaraðgerðir hafi veiran mikil áhrif á skólastarf og allar fjölskyldur sem því tengjast. Í dæmaskyni nefnir Helgi að leikskólabörn geti ekki verið ein í sóttkví, alltaf þurfi einhver að vera með þeim. Helgi segir að nú þegar aðlögun er í gangi á leikskólum sé meiri tilflutningur á börnum og starfsfólki innan skólanna. Það hafi haft áhrif á það hversu margir teljast útsettir fyrir smiti og þurfi því í sóttkví. Reglugerð kveði ekki á um hólfaskiptingu eða harðari fjöldatakmarkanir Helgi segir að samkvæmt reglugerð séu engar takmarkanir á blöndun eða fjölda fólks innan leikskóla. Skóla- og frístundaráð hafi þó hvatt til meiri hólfaskiptingar innan stofnana sem undir það heyra en fyrirskipuð er í reglugerð. Þá séu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að skoða þann möguleika að setja strangari viðmið innan skóla en krafist er í reglugerð. Helgi segir þó að persónulegar smitvarnir skipti mestu máli í baráttunni við veiruna innan skólastarfs sem og annars staðar. Helgi býst við því að leiðbeiningar verði tilbúnar fyrir lok þessarar viku en almennt skólastarf grunnskóla hefst í næstu viku. Ýmis atriði séu í reglugerðinni sem skóla- og frístundasvið vill skerpa á með leiðbeiningum til stofnana. Helgi tekur fram að menntamálaráðuneytið hafi veitt sveitarfélögum mjög skýra heimild til að setja leiðbeiningar um strangari reglur innan skólastarfs en reglugerðin kveður á um. Þá hafi sóttvarnalæknir einnig haft að orði að það gæti verið til bóta. Viðleitnin sé að fækka smituðum innan skólastarfs og um leið fækka þeim sem þurfa í sóttkví. Þetta þurfi ekki að vera flókið Helgi segir að skólasamfélagið þurfi eins og aðrir að lifa með veirunni. „Ef það er rigning fer maður í regnföt eða spennir upp regnhlíf, ef það er Covid setur maður upp grímu, sprittar sig og heldur fjarlægð. Þetta þarf ekkert að vera flókið,“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eru börn af þremur leikskólum að losna úr sóttkví í dag og ættu því að geta mætt í skólann á morgun. Hann segir þó að ómögulegt sé að vita hvað gerist á næstu dögum. Þá sé stór hópur sem lenti í sóttkví á föstudag og um helgina vegna smita tengdum þremur frístundarheimilum og verður í sóttkví út vikuna. Hann segir þó að blessunarlega séu færri börn á frístundarheimilum þessi dægrin en venjulega þar sem aðeins sé um sumarnámskeið að ræða. Nokkuð um smit inn í skólana en lítil dreifing innan þeirra Helgi segir að eðlilegt sé að smit greinist í skólastarfi þar sem veiran sé útbreidd í samfélaginu. Fólk smitist í sínu nærumhverfi og beri smit inn í skólana. Þó segir hann að óalgengt hafi verið að veiran dreifist mikið innan skólanna. Þá segir hann að þrátt fyrir undantekningar í reglugerð um sóttvarnaraðgerðir hafi veiran mikil áhrif á skólastarf og allar fjölskyldur sem því tengjast. Í dæmaskyni nefnir Helgi að leikskólabörn geti ekki verið ein í sóttkví, alltaf þurfi einhver að vera með þeim. Helgi segir að nú þegar aðlögun er í gangi á leikskólum sé meiri tilflutningur á börnum og starfsfólki innan skólanna. Það hafi haft áhrif á það hversu margir teljast útsettir fyrir smiti og þurfi því í sóttkví. Reglugerð kveði ekki á um hólfaskiptingu eða harðari fjöldatakmarkanir Helgi segir að samkvæmt reglugerð séu engar takmarkanir á blöndun eða fjölda fólks innan leikskóla. Skóla- og frístundaráð hafi þó hvatt til meiri hólfaskiptingar innan stofnana sem undir það heyra en fyrirskipuð er í reglugerð. Þá séu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að skoða þann möguleika að setja strangari viðmið innan skóla en krafist er í reglugerð. Helgi segir þó að persónulegar smitvarnir skipti mestu máli í baráttunni við veiruna innan skólastarfs sem og annars staðar. Helgi býst við því að leiðbeiningar verði tilbúnar fyrir lok þessarar viku en almennt skólastarf grunnskóla hefst í næstu viku. Ýmis atriði séu í reglugerðinni sem skóla- og frístundasvið vill skerpa á með leiðbeiningum til stofnana. Helgi tekur fram að menntamálaráðuneytið hafi veitt sveitarfélögum mjög skýra heimild til að setja leiðbeiningar um strangari reglur innan skólastarfs en reglugerðin kveður á um. Þá hafi sóttvarnalæknir einnig haft að orði að það gæti verið til bóta. Viðleitnin sé að fækka smituðum innan skólastarfs og um leið fækka þeim sem þurfa í sóttkví. Þetta þurfi ekki að vera flókið Helgi segir að skólasamfélagið þurfi eins og aðrir að lifa með veirunni. „Ef það er rigning fer maður í regnföt eða spennir upp regnhlíf, ef það er Covid setur maður upp grímu, sprittar sig og heldur fjarlægð. Þetta þarf ekkert að vera flókið,“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira