Fótbolti

Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Roberto Firmino og Fabinho gætu misst af stórleikjum með Liverpool vegna sóttvarnareglna í Englandi.
Roberto Firmino og Fabinho gætu misst af stórleikjum með Liverpool vegna sóttvarnareglna í Englandi. Vísir/Getty

Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september.

Daily Mail greinir frá málinu og segir að það sé til komið þar sem FIFA breytti reglum sínum um að lið gætu meinað leikmönnum að fara í landsliðverkefni ef þeir sæju fram á að þurfa að vera í sóttkví þegar þeir sneru aftur til Englands.

Landslið frá Suður-Ameríku munu leika þrjá landsleiki í landsleikjahléunum í september og október en leikjaglugginn var lengdur til að koma fyrir aukaleik sem var frestað vegna svipaðrar stöðu í mars síðastliðnum. Jurgen Klopp þjálfari Liverpool sagði þá að hann myndi ekki hleypa leikmönnunum í landsliðsverkefni.

Roberto Firmino skoraði gegn Norwich í gær.Vísir/Getty

Brasilía hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leikina í september en auk tríósins frá Liverpool eru leikmenn í hópnum frá öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Fred leikmaður Manchester United, Rapinha leikmaður Leeds, Thiago Silva frá Chelsea, Richarlison leikmaður Everton og þeir Ederson og Gabriel Jesus leikmenn Manchester City.

Í fyrri landsleikjahléum á þessu ári setti FIFA tímabundnar reglur um að lið gætu neitað landsliðum um leikmenn ef þeir þyrftu að fara í fimm daga eða lengri sóttkví við heimkomu. Talsmaður FIFA hefur staðfest að þessi regla verði ekki lengur í gildi.

Þar sem Brasilía og Argentína eru á rauðum lista yfir þjóðir vegna heimsfaraldursins þurfa leikmenn sem ferðast til þessara landa að fara í 10 daga sóttkví þegar þeir snúa aftur til Englands.

FIFA á í viðræðum við knattspyrnusambönd í Evrópu en ef þessar reglur verða ennþá í gildi í október eiga Firmino, Alisson og Fabinho á hættu að missa af stórleik Liverpool gegn Manchester United þar sem sóttkví þeirra lyki degi áður en flautað verður til leiks.


Tengdar fréttir

Mo Salah í stuði þegar að Liverpool vann Norwich

Mohammed Salah leikmaður Liverpool átti virkilega góðan leik í dag þegar að Liverpool opnaði tímabilið sitt í ensku úrvalsdeildinni með fínum sigri á Norwich City 3-0. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.