Hænur verða ekki lengur lokaðar inn í búrum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. ágúst 2021 13:03 Varphænur verða ekki í búrum frá næstu áramótum en um 260 þúsund slíkar hænur eru í landinu. Vísir/Magnús Hlynur Allar varphænur landsins, sem er um 260 þúsund sleppa úr búrum sínum úr næstu áramótum og verða þess í stað í lausagöngu á gólfi. Með þessu er verið að mæta nýrri reglugerð um velferð alifugla. Á Íslandi eru tíu eggjaframleiðendur með um 260 þúsund varphænur. Hænurnar hafa verið í búrum en nú munu þau hverfa úr öllum hænsnabúum frá og með næstu áramótum. Stefán Már Símonarson er formaður Félags eggjabænda og framkvæmdastjóri Nesbús á Vatnsleysuströnd. „Samkvæmt núverandi reglugerð eigum við að vera búnir að þessu um áramótin hvort sem það tekst nú eða ekki hjá öllum því að skipulagsmál og annað hefur aðeins verið að tefja fyrir en það er allt á fullu hjá okkur í þessu að afleggja búrin“, segir Stefán. En verða hænurnar ekki ánægðar að komast út úr búrunum? „Ég veit það nú ekki en það verður allavega miklu skemmtilegra hjá þeim, það verður meira fjör,“ bætir Stefán við. Stefán Már Símonarson, sem er formaður Félags eggjabænda á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Már segir að það munu kosta eggjabændur um 3 milljarða króna að breyta úr búrum í lausagöngu því lausagönguhænur þurfi meira rými en búrhænur og því þurfi eggjaframleiðendur mun stærri hús en áður til að framleiða sama magn af eggjum. Hann segir að dýravelferð spili stórthlutverk í breytingunni með búrin. „Þetta er það sem neytendur vilja þannig að við erum að fylgja kröfu neytenda í þessu. Það þykir ekki dýravænt að hafa hænurnar aflokaðar í svona litlum rýmum þannig að jú, jú, það má segja að málið snúist um dýravelferð,“ segir Stefán. Vogar Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Á Íslandi eru tíu eggjaframleiðendur með um 260 þúsund varphænur. Hænurnar hafa verið í búrum en nú munu þau hverfa úr öllum hænsnabúum frá og með næstu áramótum. Stefán Már Símonarson er formaður Félags eggjabænda og framkvæmdastjóri Nesbús á Vatnsleysuströnd. „Samkvæmt núverandi reglugerð eigum við að vera búnir að þessu um áramótin hvort sem það tekst nú eða ekki hjá öllum því að skipulagsmál og annað hefur aðeins verið að tefja fyrir en það er allt á fullu hjá okkur í þessu að afleggja búrin“, segir Stefán. En verða hænurnar ekki ánægðar að komast út úr búrunum? „Ég veit það nú ekki en það verður allavega miklu skemmtilegra hjá þeim, það verður meira fjör,“ bætir Stefán við. Stefán Már Símonarson, sem er formaður Félags eggjabænda á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Már segir að það munu kosta eggjabændur um 3 milljarða króna að breyta úr búrum í lausagöngu því lausagönguhænur þurfi meira rými en búrhænur og því þurfi eggjaframleiðendur mun stærri hús en áður til að framleiða sama magn af eggjum. Hann segir að dýravelferð spili stórthlutverk í breytingunni með búrin. „Þetta er það sem neytendur vilja þannig að við erum að fylgja kröfu neytenda í þessu. Það þykir ekki dýravænt að hafa hænurnar aflokaðar í svona litlum rýmum þannig að jú, jú, það má segja að málið snúist um dýravelferð,“ segir Stefán.
Vogar Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira