Fótbolti

Jafntefli í íslendingaslag AIK og Kristianstad

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad Kristiansbladet

Það var sannkallaður íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar að AIK fékk Elísabetu Gunnarsdóttir og Kristianstad í heimsókn. Hallbera Guðný Gísladóttir var í byrjunarliði AIK og bar þar að auki fyrirliðabandið. Hjá Kristianstad voru bæði Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir í byrjunarliðinu.

Fyrir leikinn voru liðin í ansi ólíkri stöðu. AIK í fallsæti með einungis 9 stig úr tólf leikjum en Kristianstad sat í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig.

Það voru heimakonur í AIK sem komust yfir á 37. mínútu með marki frá Rosa Kafaji. Sú forysta stóð einungis í 5 mínútur en þá jafnaði Amanda Edgren fyrir Kristianstad. Þannig stóðu leikar í hálfleik. 

Síðari hálfleikurinn var svo stál í stál og náði hvorugt liðið að skora það sem eftir lifði leiks. 1-1 niðurstaðan og bæði lið eiga eflaust erfitt með að kyngja því. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×