Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Árni Sæberg skrifar 13. ágúst 2021 16:34 Jón Gnarr er smitaður af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. Jón segir í samtali við fréttastofu að honum líði ekkert sérstaklega vel en þó séu eflaust margir veikari en hann. Hann greindist smitaður í gær ásamt konu sinni, Jógu Jóhannsdóttur. í gær greindist ég með kóvíd og er nú kominn í einangrun. ekki með hita en hálsbólgu og líður soldið einsog ég hafi gleypt gamalt og blautt handklæði sem legið hafi á gólfi einhvern tíma— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 13, 2021 Hann segist hafa verið í miklum samskiptum við smitrakningarteymið en að ekki hafi tekist að rekja smit þeirra hjóna. Hann vakti athygli á því á samfélagsmiðlinum Twitter á dögunum að mikil örtröð hafi verið í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann kom heim að utan með fjölskyldu sinni. Hann segir að hann hafi fundið það á innsæinu að gæti smitast á flugvellinum og nú nokkrum dögum síðar er hann kominn með Covid-19. Jón segist þó ekki vera neinn sérfræðingur í smitrakningu og geti því ekkert fullyrt um það að hann hafi smitast í Leifsstöð. Fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í Jón segist ekki sáttur með aðstæður í Leifsstöð og að það sé þveröfugt við allar reglur í samfélaginu. Sérstaklega séu fjarlægðarreglur þverbrotnar. Hann furðar sig á því að lítil virðing sé borin fyrir þeim fórnum sem fólk hefur fært í baráttunni við Covid-19. „Við höfum meira að segja vera að kveðja fólk í jarðarförum í gegn um netið, svo er okkur boðið upp á svona,“ segir hann. Þá fer í taugarnar á Jóni þegar yfirvöld og fyrirtæki reyna að koma ábyrgð yfir á einstaklinga. Hann segir að alþjóðaflugvellir séu almennt undanþegnir sóttvarnareglum en að honum finnist mikilvægt að rekstraraðilar þeirra sýni samfélagslega ábyrgð og haldi uppi almennum sóttvörnum. Jón segir að honum hafi fundist ekkert kerfi vera til staðar í Leifsstöð og að allri ábyrgð sé varpað yfir á einstaklinga. Hann segir aðstæðurnar vera fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í. Bæði fullbólusett Jón segir að þau Jóga séu bæði fullbólusett en að honum líði ekki eins og bóluefnið hafi brugðist sér. Hann skilji að bóluefni hafi verið þróuð mjög hratt og að hann beri mikið traust til læknavísinda og vísinda almennt. Hann segir að lokum að honum hafi fundist Íslendingar takast vel á við heimsfaraldurinn og af æðruleysi. Hann segir að sér finnist þær sóttvarnaraðgerðir sem farið hefur verið í skynsamlegar þó hann sé ekki beint ánægður með þær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Jón segir í samtali við fréttastofu að honum líði ekkert sérstaklega vel en þó séu eflaust margir veikari en hann. Hann greindist smitaður í gær ásamt konu sinni, Jógu Jóhannsdóttur. í gær greindist ég með kóvíd og er nú kominn í einangrun. ekki með hita en hálsbólgu og líður soldið einsog ég hafi gleypt gamalt og blautt handklæði sem legið hafi á gólfi einhvern tíma— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 13, 2021 Hann segist hafa verið í miklum samskiptum við smitrakningarteymið en að ekki hafi tekist að rekja smit þeirra hjóna. Hann vakti athygli á því á samfélagsmiðlinum Twitter á dögunum að mikil örtröð hafi verið í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann kom heim að utan með fjölskyldu sinni. Hann segir að hann hafi fundið það á innsæinu að gæti smitast á flugvellinum og nú nokkrum dögum síðar er hann kominn með Covid-19. Jón segist þó ekki vera neinn sérfræðingur í smitrakningu og geti því ekkert fullyrt um það að hann hafi smitast í Leifsstöð. Fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í Jón segist ekki sáttur með aðstæður í Leifsstöð og að það sé þveröfugt við allar reglur í samfélaginu. Sérstaklega séu fjarlægðarreglur þverbrotnar. Hann furðar sig á því að lítil virðing sé borin fyrir þeim fórnum sem fólk hefur fært í baráttunni við Covid-19. „Við höfum meira að segja vera að kveðja fólk í jarðarförum í gegn um netið, svo er okkur boðið upp á svona,“ segir hann. Þá fer í taugarnar á Jóni þegar yfirvöld og fyrirtæki reyna að koma ábyrgð yfir á einstaklinga. Hann segir að alþjóðaflugvellir séu almennt undanþegnir sóttvarnareglum en að honum finnist mikilvægt að rekstraraðilar þeirra sýni samfélagslega ábyrgð og haldi uppi almennum sóttvörnum. Jón segir að honum hafi fundist ekkert kerfi vera til staðar í Leifsstöð og að allri ábyrgð sé varpað yfir á einstaklinga. Hann segir aðstæðurnar vera fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í. Bæði fullbólusett Jón segir að þau Jóga séu bæði fullbólusett en að honum líði ekki eins og bóluefnið hafi brugðist sér. Hann skilji að bóluefni hafi verið þróuð mjög hratt og að hann beri mikið traust til læknavísinda og vísinda almennt. Hann segir að lokum að honum hafi fundist Íslendingar takast vel á við heimsfaraldurinn og af æðruleysi. Hann segir að sér finnist þær sóttvarnaraðgerðir sem farið hefur verið í skynsamlegar þó hann sé ekki beint ánægður með þær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira