Innlent

Tveir sjúkra­flutninga­menn í sótt­kví á Sel­fossi

Atli Ísleifsson skrifar
Atvikið átti sér stað fyrr í vikunni.
Atvikið átti sér stað fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm

Tveir sjúkraflutningamenn hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi voru sendir í sóttkví fyrr í vikunni eftir að hafa verið í samskiptum við sjúkling sem reyndist svo smitaður af Covid-19.

Þetta staðfestir Hermann Marinó Maggýjarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá HSu, í samtali við Vísi. Hann segir að svona atvik geti gerst.

„Það var verið flytja sjúkling sem ekki var með staðfest smit og þegar svo er eru sjúkraflutningamenn með grímur og hanska en ekki í fullum varnargalla. Svona getur gerst.“

Hermann segir að sjúkraflutningamennirnir hafi báðir farið í hraðpróf um leið og smit var staðfest hjá umræddum sjúklingi. Þeir hafi fengið neikvæða niðurstöðu en engu að síður verið sendir í sóttkví. Mennirnir séu báðir einkennalausir.

Hann segir álagið á sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hafa verið mikið að undanförnu. 

„Þetta hafa verið margir sjúkraflutningar og svæðið er stórt svo þetta eru líka oft langir flutningar,“ segir Hermann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×