Innlent

Fjöldi í sóttkví eftir að smit kom upp í sumarfrístund

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá sýnatöku á Suðurlandsbraut.
Frá sýnatöku á Suðurlandsbraut. Vísir/RagnarVisage

Öll börn í sumarfrístund Hörðuheima í Hörðuvallaskóla, sem voru í frístund síðastliðinn þriðjudag, þurfa að fara í sóttkví frá og með deginum í dag til og með þriðjudags, því börnin voru útsett fyrir smiti vegna kórónuveirunnar síðastliðinn þriðjudag.

Þetta kemur fram í tölvupósti frá skólastjóra Hörðuvallaskóla en þar segir að aðrir á heimilum barnanna sem ekki voru útesettir fyrir smitinu þurfa ekki að fara í sóttkví. Hins vegar þarf fullorðinn einstaklingur að fara í sóttkví með barninu.

Minnst 130 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 91 utan sóttkvíar. 32 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fjölgað um 5 frá því í gær. 8 eru á gjörgæslu með Covid-19 en þeim fjölgar um 3 á milli daga.

Þá eru 1.332 í einangrun hér á landi og fjölgar um 30 einstaklinga milli daga. 1.842 eru í sóttkví eða 111 fleiri en í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.