Hafa selt 13 þúsund miða fyrir leikinn við Breiðablik Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2021 23:31 Úr fyrri leik liðanna í síðustu viku. Vísir/Hafliði Skoska liðið Aberdeen býst við fleiri áhorfendum en sést hafa í langan tíma á Pittodrie-vellinum er Breiðablik kemur í heimsókn annað kvöld. Liðin eigast við í síðari leik einvígis síns í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en Aberdeen leiðir einvígið 3-2. Skosk stjórnvöld afléttu flestum takmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins síðustu misseri á mánudaginn var. Þar á meðal eru fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum. Pittodrie tekur um 20 þúsund manns í sæti en Aberdeen er heimilt að selja 18 þúsund miða fyrir leikinn á morgun. Til samanburðar voru aðeins fimm þúsund áhorfendur á leik Aberdeen við Häcken frá Svíþjóð í annarri umferðinni. With just under 24 hours to go we are now anticipating a crowd of 15,000 for tomorrow night's match.There is still time to be part of it #StandFree— Aberdeen FC (@AberdeenFC) August 11, 2021 Engir aðdáendur Blika eru leyfðir á leiknum, frekar en á öðrum Evrópuleikjum, vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Fimm þúsund miðar eru því lausir á leikinn en búist ef við 15 þúsund manns á leikinn samkvæmt tilkynningu frá Aberdeen þar sem auglýstir voru lausir miðar. Stephen Glass, stjóri Aberdeen, gleðst yfir því að fá svo mikinn fjölda stuðningsmanna á völlinn á ný. Hann býst við hörkuleik og segir Blika varhugaverðan andstæðing. „Þeir eru með tæknilega góða leikmenn svo það er mikilvægt að stjórna leiknum og nýta okkar styrkleika til að vinna leikinn. Ef við liggjum til baka og reynum að gera jafntefli getum við lent í vandræðum.“ Aberdeen vann fyrri leik liðanna 3-2 á Laugardalsvelli síðasta fimmtudag. Tvö hornamörk snemma leiks kom þeim skosku 2-0 yfir áður en Blikar jöfnuðu 2-2 fyrir hlé. Aberdeen skoraði þá snemma í síðari hálfleik til að vinna leikinn. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði það hafa komið sér á óvart hversu slakt liðið hafi verið. „Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að tefja heldur en að senda boltann á milli sín,“ sagði Óskar eftir leikinn í síðustu viku. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ Breiðablik sækir Aberdeen heim annað kvöld og verður leikur liðanna sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 18:35. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Skosk stjórnvöld afléttu flestum takmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins síðustu misseri á mánudaginn var. Þar á meðal eru fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum. Pittodrie tekur um 20 þúsund manns í sæti en Aberdeen er heimilt að selja 18 þúsund miða fyrir leikinn á morgun. Til samanburðar voru aðeins fimm þúsund áhorfendur á leik Aberdeen við Häcken frá Svíþjóð í annarri umferðinni. With just under 24 hours to go we are now anticipating a crowd of 15,000 for tomorrow night's match.There is still time to be part of it #StandFree— Aberdeen FC (@AberdeenFC) August 11, 2021 Engir aðdáendur Blika eru leyfðir á leiknum, frekar en á öðrum Evrópuleikjum, vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Fimm þúsund miðar eru því lausir á leikinn en búist ef við 15 þúsund manns á leikinn samkvæmt tilkynningu frá Aberdeen þar sem auglýstir voru lausir miðar. Stephen Glass, stjóri Aberdeen, gleðst yfir því að fá svo mikinn fjölda stuðningsmanna á völlinn á ný. Hann býst við hörkuleik og segir Blika varhugaverðan andstæðing. „Þeir eru með tæknilega góða leikmenn svo það er mikilvægt að stjórna leiknum og nýta okkar styrkleika til að vinna leikinn. Ef við liggjum til baka og reynum að gera jafntefli getum við lent í vandræðum.“ Aberdeen vann fyrri leik liðanna 3-2 á Laugardalsvelli síðasta fimmtudag. Tvö hornamörk snemma leiks kom þeim skosku 2-0 yfir áður en Blikar jöfnuðu 2-2 fyrir hlé. Aberdeen skoraði þá snemma í síðari hálfleik til að vinna leikinn. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði það hafa komið sér á óvart hversu slakt liðið hafi verið. „Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að tefja heldur en að senda boltann á milli sín,“ sagði Óskar eftir leikinn í síðustu viku. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ Breiðablik sækir Aberdeen heim annað kvöld og verður leikur liðanna sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 18:35.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann