Óskar Hrafn: Gerðu enga tilraun til að spila fótbolta Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2021 21:28 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, er nokkuð bjartsýnn fyrir seinni leik liðanna. Vísir/Hafliði Breiðablik þarf að vinna Aberdeen með tveimur mörkum út í Skotlandi í næstu viku ætli þeir sér áfram í Sambandsdeildinni en þeir töpuðu leiknum 2-3 þar sem mörk í upphafi beggja hálfleika gerðu þeim ansi mikla skráveifu. Þrátt fyrir úrslitin geta Blikar verið bjartsýnir á að ná í þessi úrslit í næstu viku því frammistaða þeirra á löngum köflum var frábær. Óskar Hrafn þjálfari Blika var stoltur af sínum mönnum í dag og var spurður fyrst að því hvernig hann mæti leikinn og svo mögueleikana á móti Aberdeen í seinni leiknum. „Ég met leikinn þannig að ef frá eru skildar fyrstu sex mínútur hans þá vorum við mikið betri allan leikinn. Ég met svo möguleika okkar úti að við erum að fara til Aberdeen og ætlum að vinna leikinn og vinna hann með tveimur mörkum og við ætlum að slá þessa gæja út. Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að teja heldur en að senda boltann á milli sín. Það er þannig sem ég met þetta.“ Óskar var því næst spurður hvort Aberdeen hafi komið honum einhvernveginn á óvart. Það stóð ekki á svörum. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ „Einnig er þetta lærdómur í því hvernig þú kemur til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir eftir sex eða sjö mínútur. Það eru tvær leiðir í stöðunni og það er annað hvort að leggjast niður og láta valta yfir sig eða hin leiðin sem er að standa upp, setja kassann út og keyra á þetta. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði fyrir það að þeir gáfu allt í þennan leik. Ég talaði um það að fyrir okkur værum við að leita að frammistöðu og við fengum hana svo sannarlega í dag. Ég er mjög stoltur af mínum mönnum.“ Óskar var síðan spurður að því hvar Blikar gætu helst sótt á Aberdeen liðið. „Það sem við þurfum að gera er að vera betri í síðustu sendingunum ásamt því að hlaupa meira á bakvið þá og tvölfalda betur á kantana. Ef þeir ætla í þriggja manna kerfi þá þurfum við að vera klárir að tvöfalda á kantana en ef þeir fara í sama kerfi og þeir byrjuðu á, 4-4-2, þá þurfum við að vera duglegri að hlaupa á bakvið bakverðina. Þettta er í raun og veru mjög einfalt. Svo þurfum við að vera grimmari í að ná í annan boltann. Ef við gerum þetta þá erum við í góðum málum.“ Að lokum var Óskar spurður út í aðdáendur Breiðabliks sem létu vel í sér heyra en hann óskaði eftir því að þetta væri svona á öllum leikjum. „Mér fannst þeir geggjaðir. Þeir voru yfirburðarfólk á vellinum. Ég gæfi hálfan handlegginn fyrir að hafa þá svona alltaf og vonandi náum við að halda þessari stemmingu gangandi.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Óskar Hrafn þjálfari Blika var stoltur af sínum mönnum í dag og var spurður fyrst að því hvernig hann mæti leikinn og svo mögueleikana á móti Aberdeen í seinni leiknum. „Ég met leikinn þannig að ef frá eru skildar fyrstu sex mínútur hans þá vorum við mikið betri allan leikinn. Ég met svo möguleika okkar úti að við erum að fara til Aberdeen og ætlum að vinna leikinn og vinna hann með tveimur mörkum og við ætlum að slá þessa gæja út. Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að teja heldur en að senda boltann á milli sín. Það er þannig sem ég met þetta.“ Óskar var því næst spurður hvort Aberdeen hafi komið honum einhvernveginn á óvart. Það stóð ekki á svörum. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ „Einnig er þetta lærdómur í því hvernig þú kemur til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir eftir sex eða sjö mínútur. Það eru tvær leiðir í stöðunni og það er annað hvort að leggjast niður og láta valta yfir sig eða hin leiðin sem er að standa upp, setja kassann út og keyra á þetta. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði fyrir það að þeir gáfu allt í þennan leik. Ég talaði um það að fyrir okkur værum við að leita að frammistöðu og við fengum hana svo sannarlega í dag. Ég er mjög stoltur af mínum mönnum.“ Óskar var síðan spurður að því hvar Blikar gætu helst sótt á Aberdeen liðið. „Það sem við þurfum að gera er að vera betri í síðustu sendingunum ásamt því að hlaupa meira á bakvið þá og tvölfalda betur á kantana. Ef þeir ætla í þriggja manna kerfi þá þurfum við að vera klárir að tvöfalda á kantana en ef þeir fara í sama kerfi og þeir byrjuðu á, 4-4-2, þá þurfum við að vera duglegri að hlaupa á bakvið bakverðina. Þettta er í raun og veru mjög einfalt. Svo þurfum við að vera grimmari í að ná í annan boltann. Ef við gerum þetta þá erum við í góðum málum.“ Að lokum var Óskar spurður út í aðdáendur Breiðabliks sem létu vel í sér heyra en hann óskaði eftir því að þetta væri svona á öllum leikjum. „Mér fannst þeir geggjaðir. Þeir voru yfirburðarfólk á vellinum. Ég gæfi hálfan handlegginn fyrir að hafa þá svona alltaf og vonandi náum við að halda þessari stemmingu gangandi.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira