Innlent

Gagn­rýnir ríkis­stjórnina fyrir svifa­sein við­brögð við skýrslu um lofts­lags­mál

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar

Þingmaður stjórnarandstöðunnar gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir svifasein viðbrögð við skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og spyr hvort gripið verði til aðgerða.

Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í gær og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. 

Þingmaður í stjórnarandstöðu segir skýrsluna þá svörtustu hingað til og bjóst við sterkari og skýrari viðbrögðum frá ríkisstjórninni eftir að hún var kynnt.

„Það er ljóst að Ísland er með eina mestu losun í heimi á hvern íbúa. Við erum að losa fjórtán til tuttugu tonn á íbúa á meðan að við ættum að vera að losa um fjögur tonn á íbúa til að ná þessi yfirlýsta markmiði parísarsamkomulagsins,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður.

Hún vill að gripið verði til róttækari og afdrifaríkari ákvarðana. Ráðstefna loftslagsmála verður haldin í Glasgow í nóvember þar sem ríki Parísarsamkomulagsins munu kynna markmið sín og hvernig þau ætli að ná þeim.

„Það hefur ekkert heyrst frá yfirvöldum um það hver þessi markmið eru eða hvernig skuli ná þeim þannig það er gríðarlega margt óljóst hvort þessi ríkisstjórn ætli að grípa til einhverra aðgerða og þá hvaða?“

Hún býst við að loftslagsmál verði stórt kosningamál í september.

„Þetta er eitt okkar stærsta mál þessarar kynslóðar og komandi kynslóða.“


Tengdar fréttir

Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka

Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær.

Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu

Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×