Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2021 09:33 Vegasamgöngur eru stærsta losunaruppspretta gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Vísir/Vilhelm Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. Nú er því spáð að farið verði umfram markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun við 1,5°C strax á næsta áratug í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Í skýrslunni er kveðið fastar að orði um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga en í þeirri síðustu sem kom út árið 2014. Meiri vissa er nú fyrir því að rísandi meðalhita jarðar fylgi meiri veðuröfgar: ákafari úrkoma, tíðari og heitari hitabylgjur og alvarlegri þurrkar svo eitthvað sé nefnt. Í yfirlýsingu sem Landvernd sendi frá sér í dag segir að skýrt sé að stjórnmálafólk og þjóðarleiðtogar síðustu áratuga hafi brugðist, þar á meðal hér á landi. „Á Íslandi hefur seinagangur, frestun, ábyrgðarleysi/ábyrgðarfirring vegna smæðar landsins og sérhagsmunir verið ríkjandi yfirbragð stjórnvalda í loftslagsmálum. Að mati Landverndar er löngu tímabært að bregðast við í samræmi við þann mikla vanda sem við blasir,“ segir í henni. Þó að það sé fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi lagt fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina í loftslagsmálum á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Önnur Norðurlönd hafi þó meira eða minna verið með slíkar fjármagnaðar áætlanir í næstum tvo áratugi. „Ísland hefur þannig lengi verið eftirbátur nágrannalandanna í loftslagsmálum og núverandi aðgerðaráætlun er ekki nógu markviss, ekki nógu vel fjármögnuð, nær ekki til annara stefna stjórnvalda, né er hún nægjanlega róttæk til þess að ná nauðsynlegum árangri og þeim viðsnúningi í losun Íslands sem nauðsynlegur er,“ segir Landvernd. Mikil losun á hvern íbúa á Íslandi Ísland beri sérstaklega mikla ábyrgð þar sem losun gróðurhúsalofttegunda hér sé ein sú hæsta á hvern íbúa í heimi, um 14-20 tonn á hvern íbúa á ári. Til að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins þurfi losun á hvern jarðarbúa að vera innan við fjögur tonn á ári. Leggur Landvernd til tíu aðgerðir sem grípa verður til strax á Íslandi: 1. Lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar og að loftslagsmál verði rauður þráður í allri stefnumótun stjórnvalda og ekki sér aðskildur málaflokkur 2. Umskipti í matvælaframleiðslu og styrkjakerfi í landbúnaði til að styrkja loftslagsvænni matvælaframleiðslu og draga úr matarsóun 3. Gjald á alla losunarvalda frá 2022 og það hækkað í skrefum í samræmi við ábendingar OECD 4. Bættar almenningssamgöngur í öllum landshlutum og á milli landshluta, og gangandi og hjólandi vegfarendur í forgangi í fjármögnun og stefnumótun í samgöngumálum 5. Skýr stefna um Jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2035 og hætta innflutningi á bensín og díselbílum frá 2023 6. Bann við urðun úrgangs og bættur farvegur fyrir nýtingu metans 7. Bætt kortlagning á losun frá, og hröð útfösun F- gasa 8. Skýrar lögfestar skyldur á lífeyrissjóði um loftslagsvænar fjárfestingar frá janúar 2022 9. Hröð endurheimt allra framræstra votlenda sem ekki eru nýtt undir tún eða önnur mannvirki 10. Virðisaukaskattur á viðgerðum felldur niður til þess að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Nú er því spáð að farið verði umfram markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun við 1,5°C strax á næsta áratug í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Í skýrslunni er kveðið fastar að orði um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga en í þeirri síðustu sem kom út árið 2014. Meiri vissa er nú fyrir því að rísandi meðalhita jarðar fylgi meiri veðuröfgar: ákafari úrkoma, tíðari og heitari hitabylgjur og alvarlegri þurrkar svo eitthvað sé nefnt. Í yfirlýsingu sem Landvernd sendi frá sér í dag segir að skýrt sé að stjórnmálafólk og þjóðarleiðtogar síðustu áratuga hafi brugðist, þar á meðal hér á landi. „Á Íslandi hefur seinagangur, frestun, ábyrgðarleysi/ábyrgðarfirring vegna smæðar landsins og sérhagsmunir verið ríkjandi yfirbragð stjórnvalda í loftslagsmálum. Að mati Landverndar er löngu tímabært að bregðast við í samræmi við þann mikla vanda sem við blasir,“ segir í henni. Þó að það sé fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi lagt fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina í loftslagsmálum á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Önnur Norðurlönd hafi þó meira eða minna verið með slíkar fjármagnaðar áætlanir í næstum tvo áratugi. „Ísland hefur þannig lengi verið eftirbátur nágrannalandanna í loftslagsmálum og núverandi aðgerðaráætlun er ekki nógu markviss, ekki nógu vel fjármögnuð, nær ekki til annara stefna stjórnvalda, né er hún nægjanlega róttæk til þess að ná nauðsynlegum árangri og þeim viðsnúningi í losun Íslands sem nauðsynlegur er,“ segir Landvernd. Mikil losun á hvern íbúa á Íslandi Ísland beri sérstaklega mikla ábyrgð þar sem losun gróðurhúsalofttegunda hér sé ein sú hæsta á hvern íbúa í heimi, um 14-20 tonn á hvern íbúa á ári. Til að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins þurfi losun á hvern jarðarbúa að vera innan við fjögur tonn á ári. Leggur Landvernd til tíu aðgerðir sem grípa verður til strax á Íslandi: 1. Lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar og að loftslagsmál verði rauður þráður í allri stefnumótun stjórnvalda og ekki sér aðskildur málaflokkur 2. Umskipti í matvælaframleiðslu og styrkjakerfi í landbúnaði til að styrkja loftslagsvænni matvælaframleiðslu og draga úr matarsóun 3. Gjald á alla losunarvalda frá 2022 og það hækkað í skrefum í samræmi við ábendingar OECD 4. Bættar almenningssamgöngur í öllum landshlutum og á milli landshluta, og gangandi og hjólandi vegfarendur í forgangi í fjármögnun og stefnumótun í samgöngumálum 5. Skýr stefna um Jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2035 og hætta innflutningi á bensín og díselbílum frá 2023 6. Bann við urðun úrgangs og bættur farvegur fyrir nýtingu metans 7. Bætt kortlagning á losun frá, og hröð útfösun F- gasa 8. Skýrar lögfestar skyldur á lífeyrissjóði um loftslagsvænar fjárfestingar frá janúar 2022 9. Hröð endurheimt allra framræstra votlenda sem ekki eru nýtt undir tún eða önnur mannvirki 10. Virðisaukaskattur á viðgerðum felldur niður til þess að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins
Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55
Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01