Fótbolti

Guð­björg í þjálfara­t­eymi Eskil­s­tuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Guðbjörg Gunnarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. NordicPhotos/Getty

Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og atvinnumaður í knattspyrnu, var ekki lengi að finna sér starf eftir að hafa lagt hanskana á hilluna. 

Í dag var tilkynnt að hún væri orðin hluti af þjálfarateymi sænska úrvalsdeildarliðsins Eskilstuna. Guðbjörg greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún væri hætt að spila og hanskarnir væru farnir upp í hillu.

Ýmsar ástæður voru fyrir því en hún hafði upphaflega ætlað að spila með norska liðinu Arna-Björnar á yfirstandandi leiktíð.

Eftir að hafa fengið samningi sínum þar rift hélt Guðbjörg aftur heim til Svíþjóðar þar sem hún hefur nú ákveðið næsta skref á ferli sínum. 

Hún verður markmannsþjálfari Eskilstuna sem situr um þessar mundir í 5. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Guðbjörg er 36 ára gömul og lék á sínum tíma 64 leiki fyrir íslenska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×