Innlent

Segir upplýsingar um framhald aðgerða eiga að liggja fyrir í hádeginu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðlar um þolinmæði fram að hádegi. Ríkisstjórnin mætti til fundarins í Grindavík í rútu.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðlar um þolinmæði fram að hádegi. Ríkisstjórnin mætti til fundarins í Grindavík í rútu.

Spurð að því hvaða sóttvarnaaðgerðir tækju við í lok vikunnar, þegar núverandi aðgerðir falla úr gildi, hvatti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra til þolinmæði og sagði að það myndi liggja fyrir í hádeginu.

Ríkisstjórnin heldur árlegan sumarfund sinn í Grindavík í dag.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekki gera ráð fyrir að ákvarðanir yrðu teknar á fundinum um aðgerðir til lengri tíma.

„Við erum enn að vega og meta hversu margir verða veikir og hversu margir verða alvarlega veikir,“ sagði ráðherra fyrir fundinn. „Og freista þess eins og við getum að styrkja viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins og bæta í bólusetningar.

Og við erum að reyna að passa upp á kerfið okkar til að bregðast við þessu en við verðum að halda áfram að vega og meta og ég held að við séum ekki með nægar upplýsingar til að segja nákvæmlega á hvaða leið við erum.“

Fréttastofa ræddi einnig við Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra fyrir fundinn, sem sagðist ekki vita til annars en að samhugur væri í ríkisstjórninni um stefnuna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×