Erlent

Umferð stöðvaðist þegar stóð á Turnbrúnni

Kjartan Kjartansson skrifar
Turnbrúin í London er hátt í 130 ára gömul.
Turnbrúin í London er hátt í 130 ára gömul. Vísir/EPA

Turnbrúin sögufræga í London festist í stöðu í nærri því hálfan sólarhring í gær með tilheyrandi umferðartöfum. Lögregla sagði að brúin hefði verið lokuð vegna „tæknilegrar bilunar“. 

Til stóð að reisa upp reisibrúna yfir Thames-fljót til að hleypa stóru skipi fram hjá henni í gær en þegar til kastanna kom stóð á henni um miðjan dag í gær. Ekki var hægt að hleypa umferð á aftur fyrr en skömmu fyrir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma.

Loka þurfti leiðum að brúnni á meðan viðgerðir stóðu yfir. Breska ríkisútvarpið BBC segir að umferð hafi gengið hægt beggja vegna árinnar vegna þess síðdegis í gær.

Turnbrúin var opnuð árið 1894 og var þá talin stærsta og fullkomnasta reisibrú í heimi. Hún vanalega reist upp um 800 sinnum á hverju ári. Brúin bilaði einnig í ágúst í fyrra. Þá sat hún föst uppreist í meira en klukkustund.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×