Eriksen sendi hjartnæma kveðju á níu ára stúlku Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2021 07:01 Eriksen sendi stúlkunni ungu baráttukveðjur. Stuart Franklin/Pool via AP Danski fótboltamaðurinn Christian Eriksen sendi í gær kveðju á unga stúlku, Evie Martin, sem er á leið í samskonar hjartaaðgerð og Daninn fór í eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á EM í sumar. Nicci Martin, móðir Evie, deildi kveðju Eriksens á samfélagsmiðlinum Facebook í gær. Evie glímir við hjartagalla og þarf að fá ígræddan í sig gangráð, sem viðheldur eðlilegum hjartslætti. Eriksen þekkir það, en slík græja var grædd í hann í sumar eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmekur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn í júní. Evie er mikill aðdáandi danska leikmannsins og sendi á hann bréf varðandi aðgerðina. Eriksen var snöggur til svars og sendi myndbandskveðju á ungu stúlkuna þar sem hann hvatti hana til dáða. „Takk fyrir fallegt bréf, ég las það í gegn í kvöld. Ég vona að þú hafir það bærilegt í aðdraganda aðgerðarinnar. Ég þekki það sjálfur að það er aldrei gaman að vera á spítala, en ég er viss um að læknarnir vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Eriksen í kveðjunni. „Þeir munu hjálpa þér í gegnum þetta og ég er viss um að þú getir snúið aftur til eðlilegs daglegs lífs fljótlega eftir á. Það var þannig hjá mér og ég er viss um að það verði eins hjá þér,“ sagði Eriksen jafnframt og bætti við: „Ég vildi bara óska þér alls hins besta og kannski náum við að hittast einhvern tíma í framtíðinni.“ Óvissa ríkir um framhaldið hjá þeim danska en hann sneri aftur til félagsliðs síns, Internazionale í Mílanó, fyrir helgi. Samkvæmt reglum á Ítalíu má ekki leika knattspyrnu þar í landi með gangráð. Það má hins vegar annars staðar, til að mynda á Englandi og í Hollandi, en Eriksen mun ganga undir frekari rannsóknir og endurhæfingu á Ítalíu á meðan næstu skref hans verða metin. Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Christian Eriksen ætlar sér að spila fótbolta aftur í vetur Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen ætlar ekki að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þrátt fyrir að hafa lent í hjartastoppi í leik með danska landsliðinu á EM. 5. ágúst 2021 15:01 Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Fleiri fréttir Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Sjá meira
Nicci Martin, móðir Evie, deildi kveðju Eriksens á samfélagsmiðlinum Facebook í gær. Evie glímir við hjartagalla og þarf að fá ígræddan í sig gangráð, sem viðheldur eðlilegum hjartslætti. Eriksen þekkir það, en slík græja var grædd í hann í sumar eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmekur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn í júní. Evie er mikill aðdáandi danska leikmannsins og sendi á hann bréf varðandi aðgerðina. Eriksen var snöggur til svars og sendi myndbandskveðju á ungu stúlkuna þar sem hann hvatti hana til dáða. „Takk fyrir fallegt bréf, ég las það í gegn í kvöld. Ég vona að þú hafir það bærilegt í aðdraganda aðgerðarinnar. Ég þekki það sjálfur að það er aldrei gaman að vera á spítala, en ég er viss um að læknarnir vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Eriksen í kveðjunni. „Þeir munu hjálpa þér í gegnum þetta og ég er viss um að þú getir snúið aftur til eðlilegs daglegs lífs fljótlega eftir á. Það var þannig hjá mér og ég er viss um að það verði eins hjá þér,“ sagði Eriksen jafnframt og bætti við: „Ég vildi bara óska þér alls hins besta og kannski náum við að hittast einhvern tíma í framtíðinni.“ Óvissa ríkir um framhaldið hjá þeim danska en hann sneri aftur til félagsliðs síns, Internazionale í Mílanó, fyrir helgi. Samkvæmt reglum á Ítalíu má ekki leika knattspyrnu þar í landi með gangráð. Það má hins vegar annars staðar, til að mynda á Englandi og í Hollandi, en Eriksen mun ganga undir frekari rannsóknir og endurhæfingu á Ítalíu á meðan næstu skref hans verða metin.
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Christian Eriksen ætlar sér að spila fótbolta aftur í vetur Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen ætlar ekki að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þrátt fyrir að hafa lent í hjartastoppi í leik með danska landsliðinu á EM. 5. ágúst 2021 15:01 Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Fleiri fréttir Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Sjá meira
Christian Eriksen ætlar sér að spila fótbolta aftur í vetur Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen ætlar ekki að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þrátt fyrir að hafa lent í hjartastoppi í leik með danska landsliðinu á EM. 5. ágúst 2021 15:01
Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01