Innlent

Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum

Birgir Olgeirsson skrifar
Kári situr fyrir svörum klukkan 16.
Kári situr fyrir svörum klukkan 16.

Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid.

Sóttvarnalæknir ætlar ekki að leggja til harðari aðgerðir innanlands og lét þau ummæli falla í gær að veiran yrði að ganga yfir samfélagið til að ná hjarðónæmi, án þess þó að það myndi valda of miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Hann mætti svo í kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins samdægurs og sagði að enn væri markmiðið að halda veirunni í skefjum.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði á föstudag að ekki væri réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag og gripið var til þegar fyrsta og önnur bylgja faraldursins gekk yfir því nú væru margir varðir með bólusetningu. Hann stakk hins vegar upp á að takmarka ætti frelsi þeirra sem hafna bólusetningu, en dró þá tillögu til baka samdægurs.

Kári mætir í umræðuþáttinn Pallborðið á Vísi klukkan 16 í dag til að ræða þessi mál, og rík þörf á því enda óljóst eins og sakir standa hvert framhaldið verður og ágreiningur uppi í samfélaginu hver sú leið ætti að vera. 

Núverandi aðgerðir innanlands gilda til föstudagsins 13. ágúst og mun ríkisstjórnin koma saman til fundar á morgun þar sem þessi mál verða vafalaust rædd.

Uppfært: Útsendingu Pallborðsins er lokið en þáttinn má sjá hér að neðan.

Klippa: Pallborðið - Kári Stefánsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.