Þúsundir flýja heimili sín vegna eldanna og losun koltvísýrings afar mikil Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. ágúst 2021 12:20 Sjálfboðaliðar við slökkvistarf nærri bænum Kjújoreljak í Síberíu. AP/Ívan Níkíforov Mörg þúsund hafa flúið heimili sín á grísku eyjunni Evia í gær og í dag þar sem ekkert lát er á einhverjum verstu gróðureldum í manna minnum. Eldar loga enn í Síberíu, Tyrklandi og Kaliforníu. Veðurfræðingur segir losun koltvísýrings vegna eldanna afar mikla. Mesta hitabylgja í þrjá áratugi gengur nú yfir Grikkland og hefur hiti mælst allt að fjörutíu og fimm stig. Eldar hafa logað víða í landinu, meðal annars nærri höfuðborginni Aþenu sem og á eyjunni Evia. Illa hefur gengið að slökkva eldana og minnst átta hafa farist. Tugir elda loga sömuleiðis í barrskógabelti Síberíu. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir losun koltvísýrings vegna eldanna í Síberíu afar umfangsmikla. 500 milljónir tonna „Það er álitið að fyrir helgi hafi bruninn valdið losun koltvísýrings sem nemur 500 milljónum tonna. Það er æði mikið vegna þess að það eru 13 milljónir tonna sem lífríkið á landi tekur til baka. Þarna losnar þetta út í lofthjúpinn nánast í einum vettvangi.“ segir Einar. Losunin sé stórvæg. „Svo bætast aðrir eldar auðvitað við. Svo sem í Kaliforníu og Kanada og eldarnir við botn Miðjarðarhafs. Ég hef ekki séð mat á losuninni þaðan en þetta eru miklar hamfarir í þessu tilliti líka.“ Þurrt og hlýtt veður eykur líkur á eldum Einar segir að bent hafi verið á að þurr svæði verði enn þurrari vegna loftslagsbreytinga. Það geri elda sem þessa líklegri. „Þar sem bæði þornar og hlýnar er hættara við að það brjótist út svona gróðureldar eins og hefur gerst. Álitið núna er að stóru eldarnir í Kaliforníu hafi kviknað vegna þess að þurr tré féllu á raflínu og kviknað í út frá því. Eldurinn verður ekki svona mikill nema vegna þess hversu þurr skógurinn er og hlýtt er í veðri,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Náttúruhamfarir Loftslagsmál Rússland Grikkland Gróðureldar í Grikklandi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sjá meira
Mesta hitabylgja í þrjá áratugi gengur nú yfir Grikkland og hefur hiti mælst allt að fjörutíu og fimm stig. Eldar hafa logað víða í landinu, meðal annars nærri höfuðborginni Aþenu sem og á eyjunni Evia. Illa hefur gengið að slökkva eldana og minnst átta hafa farist. Tugir elda loga sömuleiðis í barrskógabelti Síberíu. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir losun koltvísýrings vegna eldanna í Síberíu afar umfangsmikla. 500 milljónir tonna „Það er álitið að fyrir helgi hafi bruninn valdið losun koltvísýrings sem nemur 500 milljónum tonna. Það er æði mikið vegna þess að það eru 13 milljónir tonna sem lífríkið á landi tekur til baka. Þarna losnar þetta út í lofthjúpinn nánast í einum vettvangi.“ segir Einar. Losunin sé stórvæg. „Svo bætast aðrir eldar auðvitað við. Svo sem í Kaliforníu og Kanada og eldarnir við botn Miðjarðarhafs. Ég hef ekki séð mat á losuninni þaðan en þetta eru miklar hamfarir í þessu tilliti líka.“ Þurrt og hlýtt veður eykur líkur á eldum Einar segir að bent hafi verið á að þurr svæði verði enn þurrari vegna loftslagsbreytinga. Það geri elda sem þessa líklegri. „Þar sem bæði þornar og hlýnar er hættara við að það brjótist út svona gróðureldar eins og hefur gerst. Álitið núna er að stóru eldarnir í Kaliforníu hafi kviknað vegna þess að þurr tré féllu á raflínu og kviknað í út frá því. Eldurinn verður ekki svona mikill nema vegna þess hversu þurr skógurinn er og hlýtt er í veðri,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Náttúruhamfarir Loftslagsmál Rússland Grikkland Gróðureldar í Grikklandi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sjá meira