Tottenham sagt vera að kaupa Martínez - Inter fær Dzeko Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2021 14:00 Lautaro Martínez er sagður á leið til Lundúna. Claudio Villa - Inter/Inter via Getty Images Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur náð samkomulagi við Internazionale frá Ítalíu um kaup á argentínska framherjanum Lautaro Martínez. Inter mun fá Edin Dzeko frá Roma til að fylla í skarð hans. Martínez hefur verið orðaður við Barcelona á Spáni og nágranna Tottenham í Arsenal í sumar en þeir hvítklæddu virðast vera að vinna kapphlaupið um þann argentínska. Breskir miðlar greina frá því að Tottenham hafi fengið 60 milljón punda tilboð samþykkt. Kaupin eru ekki sögð greiða leið Harry Kane frá félaginu heldur er þeim ætlað að spila saman hjá Tottenham. Martínez er 23 ára gamall og hefur myndað öflugt sóknarpar ásamt Romelu Lukaku síðustu misseri. Lukaku er einnig sagður á leið frá Inter til Lundúna. Chelsea mun kaupa hann frá Inter á tæplega 100 milljónir punda. Edin Dzeko agreement on personal terms with Inter is confirmed [contract until 2023] but not to replace Lautaro Martinez. Inter want to sign two strikers to replace Lukaku. #InterInter want to keep Lautaro despite Tottenham bid. Dzeko could join once Roma find a replacement.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 8, 2021 Inter, sem varð Ítalíumeistari undir stjórn Antonio Conte í vor, virðist því vera að missa báða framherja sína frá félaginu. Blaðamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Edin Dzeko sé á leið til félagsins til að fylla annað plássið. Dzeko hefur leikið með Roma við góðan orðstír undanfarin ár en færir sig um set innan Ítalíu. Þá þykir líklegt að Kólumbíumaðurinn Duván Zapata komi einnig til Inter frá Atalanta og myndi nýtt sóknarpar liðsins ásamt Dzeko. Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Sjá meira
Martínez hefur verið orðaður við Barcelona á Spáni og nágranna Tottenham í Arsenal í sumar en þeir hvítklæddu virðast vera að vinna kapphlaupið um þann argentínska. Breskir miðlar greina frá því að Tottenham hafi fengið 60 milljón punda tilboð samþykkt. Kaupin eru ekki sögð greiða leið Harry Kane frá félaginu heldur er þeim ætlað að spila saman hjá Tottenham. Martínez er 23 ára gamall og hefur myndað öflugt sóknarpar ásamt Romelu Lukaku síðustu misseri. Lukaku er einnig sagður á leið frá Inter til Lundúna. Chelsea mun kaupa hann frá Inter á tæplega 100 milljónir punda. Edin Dzeko agreement on personal terms with Inter is confirmed [contract until 2023] but not to replace Lautaro Martinez. Inter want to sign two strikers to replace Lukaku. #InterInter want to keep Lautaro despite Tottenham bid. Dzeko could join once Roma find a replacement.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 8, 2021 Inter, sem varð Ítalíumeistari undir stjórn Antonio Conte í vor, virðist því vera að missa báða framherja sína frá félaginu. Blaðamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Edin Dzeko sé á leið til félagsins til að fylla annað plássið. Dzeko hefur leikið með Roma við góðan orðstír undanfarin ár en færir sig um set innan Ítalíu. Þá þykir líklegt að Kólumbíumaðurinn Duván Zapata komi einnig til Inter frá Atalanta og myndi nýtt sóknarpar liðsins ásamt Dzeko.
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Sjá meira