Enski boltinn

Fofana frá út árið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Wesley Fofana spilar ekki meiri fótbolta á þessu ári.
Wesley Fofana spilar ekki meiri fótbolta á þessu ári. Plumb Images/Leicester City FC via Getty Images

Wesley Fofana, varnarmaður Leicester, mun ekki spila fótbolta meira á þessu ári eftr að hann fótbrotnaði í æfingaleik liðsins gegn Villareal í vikunni. 

Brendan Rodgers, þjálfari liðsins, segir að meiðsli Fofana séu verri en á horfðist og ekki sé vitað hvenær á næsta ári þessi tvítugi Frakki muni snúa aftur á knattspyrnuvöllinn.

Fofana var borinn af velli þegar að Leicester lagði Villareal 3-2 í æfingaleik seinasta miðvikudag, eftir að framherji Villareal, Fer Nino, braut á honum.

Hann gengst undir aðgerð á mánudaginn áður en hann snýr aftur á æfingasvæði Leicester í næstu viku, en eins og áður segir er ekki vitað hvenær hann snýr aftur á knattspyrnuvöllinn.

„Fofana fer í aðgerð á mánudaginn og hann mun ekki spila aftur fyrr en 2022,“ sagði Rodgers í samtali við Sky Sports. „Við verðum að meta það á næstu sex mánuðum eða svo hvenær það verður.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×