Í seinni hálfleik tæklaði framherjinn Nino Fofana illa og með þeim afleiðingum af dálksbein í fæti franska varnarmannsins brotnaði. Fofana var borinn af velli og fékk súrefni.
Fofana staðfesti í gær að dálksbeinið hefði brotnað en það kæmi í ljós eftir nánari skoðun hvort hann hefði meiðst frekar.
Leicester leitar nú að miðverði til að fylla skarð Fofanas sem lék afar vel fyrir Leicester á síðasta tímabili. Frakkinn tvítugi lék 38 leiki í öllum keppnum og varð bikarmeistari með Leicester.
Félagið keypti hann frá Saint-Etienne á þrjátíu milljónir punda í október á síðasta ári.
Leicester mætir Wolves í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar 14. ágúst.