Segist vera í sömu stöðu og Agüero: Kom bara vegna Ancelotti Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 16:32 Rodríguez gæti verið á förum. Tony McArdle/Everton FC via Getty Images Kólumbíumaðurinn James Rodríguez, sóknartengiliður Everton á Englandi, segist óviss um framtíð sína hjá félaginu. Hann segist aðeins hafa komið til liðsins vegna Ítalans Carlo Ancelotti, en sá hvarf á braut í sumar. Rodríguez kom frítt til Everton frá Real Madrid síðasta sumar, og komu skiptin þónokkuð á óvart á miðað við stöðu hans innan fótboltaheimsins. Carlo Ancelotti var þá stjóri Everton og sannfærði Rodríguez um að koma til Liverpool-borgar en þeir unnu áður saman hjá Real Madrid. Ancelotti er hins vegar núna farinn hina leiðina, hann hætti hjá Everton til að taka við Real Madrid í annað skipti í sumar. Rafael Benítez tók við af þeim ítalska og virðist hafa lítil not fyrir Kólumbíumanninn, og vill losa um launakostnað með því að selja hann. Rodríguez er sagður þéna 200 þúsund pund vikulega hjá félaginu. Rodríguez líkir stöðu sinni hjá Everton við þá hjá Sergio Aguero hjá Barcelona. Agüero samdi við félagið til að spila með góðvini sínum, Lionel Messi, en Messi er nú á förum. „Kun Agüero fór til Barcelona, og nú er Messi á förum, þeir eru góðir vinir,“ segir Rodríguez. „Þetta eru hlutir sem fótboltinn hefur. Það sama gerðist við mig. Ég fer til Everton, í raun bara vegna Ancelotti var þar, og nú sérðu að Carlo er farinn.“ „Ég veit ekki hvað mun gerast. Í fótboltanum, og í lífinu, vitum við ekkert. Sjáum bara til hvað gerist.“ segir Rodríguez. Rodríguez hefur verið orðaður við Sevilla á Spáni, AC Milan á Ítalíu og Porto í Portúgal. Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Rodríguez kom frítt til Everton frá Real Madrid síðasta sumar, og komu skiptin þónokkuð á óvart á miðað við stöðu hans innan fótboltaheimsins. Carlo Ancelotti var þá stjóri Everton og sannfærði Rodríguez um að koma til Liverpool-borgar en þeir unnu áður saman hjá Real Madrid. Ancelotti er hins vegar núna farinn hina leiðina, hann hætti hjá Everton til að taka við Real Madrid í annað skipti í sumar. Rafael Benítez tók við af þeim ítalska og virðist hafa lítil not fyrir Kólumbíumanninn, og vill losa um launakostnað með því að selja hann. Rodríguez er sagður þéna 200 þúsund pund vikulega hjá félaginu. Rodríguez líkir stöðu sinni hjá Everton við þá hjá Sergio Aguero hjá Barcelona. Agüero samdi við félagið til að spila með góðvini sínum, Lionel Messi, en Messi er nú á förum. „Kun Agüero fór til Barcelona, og nú er Messi á förum, þeir eru góðir vinir,“ segir Rodríguez. „Þetta eru hlutir sem fótboltinn hefur. Það sama gerðist við mig. Ég fer til Everton, í raun bara vegna Ancelotti var þar, og nú sérðu að Carlo er farinn.“ „Ég veit ekki hvað mun gerast. Í fótboltanum, og í lífinu, vitum við ekkert. Sjáum bara til hvað gerist.“ segir Rodríguez. Rodríguez hefur verið orðaður við Sevilla á Spáni, AC Milan á Ítalíu og Porto í Portúgal.
Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira