Áhyggjur af skriðuföllum á Sauðárkróki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 11:42 Hættumat verður gert fyrir ákveðin svæði á Sauðárkróki. Foto: Sauðárkrókur,Skagafjörður,dróni/Egill Aðalsteinsson Kallað hefur verið eftir því að hættumat verði gert eins fljótt og auðið er fyrir Varmahlíð vegna aurskriðanna sem féllu þar í júní. Þá eru einnig áhyggjur um skriðuföll á Sauðárkróki og hefur sveitarstjóri Skagafjarðar lagt fram formlega beiðni um að hættumat verði gert á ákveðnum svæðum þar. Íbúafundur var haldinn í Varmahlíð í gær þar sem farið var yfir þær framkvæmdir sem þegar hefur verið ráðist í og það sem fram undan er. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segist vilja að hættumat verði gert áður en lengra sé haldið í framkvæmdunum. „Við þurfum örugglega að fara í jarðvegsskipti í hlíðinni á milli gatna og það þarf einhver örugglega einhverja frekari drenun. Við erum með ákveðnar hugmyndir um það en til þess að öryggi svæðisins sé tryggt til framtíðar viljum við að formlegt hættumat verði gert fyrir svæðið,” segir Sigfús. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við hættumat í næstu viku, svo hægt verði að tryggja öryggi svæðisins fyrir næsta vetur. Íbúar telja hins vegar heldur seint í rassinn gripið, því skriðuföll hafi verið yfirvofandi í nokkurn tíma. „Það var vitað að það væru hreyfingar í jarðveginum en það var mat okkar og okkar sérfræðinga, sérfræðinga Veðurstofunnar og verkfræðistofu, að það væri ekki hætta á ferðum. Það voru rýmd hús þarna á meðan málið var skoðað og við tókum þessari hættu mjög alvarlega. Við vorum búin að hanna jarðvegsskipti og annað sem átti að fara í gang, og tækið var komið af stað, þar sem skriðurnar féllu,“ segir Sigfús. Fleiri svæði séu mögulega í hættu. „Við höfum áhyggjur af ákveðnum svæðum við byggð á Sauðárkróki og í þessu erindi um gerð hættumats fyrir Varmahlíð þá kölluðum við líka eftir því að það yrði gert hættumat fyrir ákveðin svæði á Sauðárkróki.“ Skagafjörður Almannavarnir Tengdar fréttir Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. 30. júní 2021 11:40 Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær. 30. júní 2021 19:21 Rýmingu í Varmahlíð aflétt Rýmingu á öllum húsum í Varmahlíð í Skagafirði hefur verið aflétt. Þetta ákvað almannavarnanefnd Skagafjarðar á fundi sem hófst klukkan 19 í kvöld. Rýming hefur verið í gildi fyrir húsin við Laugaveg 15 og 17 síðan á þriðjudag þegar aurskriða féll á húsin. 2. júlí 2021 22:08 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Íbúafundur var haldinn í Varmahlíð í gær þar sem farið var yfir þær framkvæmdir sem þegar hefur verið ráðist í og það sem fram undan er. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segist vilja að hættumat verði gert áður en lengra sé haldið í framkvæmdunum. „Við þurfum örugglega að fara í jarðvegsskipti í hlíðinni á milli gatna og það þarf einhver örugglega einhverja frekari drenun. Við erum með ákveðnar hugmyndir um það en til þess að öryggi svæðisins sé tryggt til framtíðar viljum við að formlegt hættumat verði gert fyrir svæðið,” segir Sigfús. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við hættumat í næstu viku, svo hægt verði að tryggja öryggi svæðisins fyrir næsta vetur. Íbúar telja hins vegar heldur seint í rassinn gripið, því skriðuföll hafi verið yfirvofandi í nokkurn tíma. „Það var vitað að það væru hreyfingar í jarðveginum en það var mat okkar og okkar sérfræðinga, sérfræðinga Veðurstofunnar og verkfræðistofu, að það væri ekki hætta á ferðum. Það voru rýmd hús þarna á meðan málið var skoðað og við tókum þessari hættu mjög alvarlega. Við vorum búin að hanna jarðvegsskipti og annað sem átti að fara í gang, og tækið var komið af stað, þar sem skriðurnar féllu,“ segir Sigfús. Fleiri svæði séu mögulega í hættu. „Við höfum áhyggjur af ákveðnum svæðum við byggð á Sauðárkróki og í þessu erindi um gerð hættumats fyrir Varmahlíð þá kölluðum við líka eftir því að það yrði gert hættumat fyrir ákveðin svæði á Sauðárkróki.“
Skagafjörður Almannavarnir Tengdar fréttir Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. 30. júní 2021 11:40 Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær. 30. júní 2021 19:21 Rýmingu í Varmahlíð aflétt Rýmingu á öllum húsum í Varmahlíð í Skagafirði hefur verið aflétt. Þetta ákvað almannavarnanefnd Skagafjarðar á fundi sem hófst klukkan 19 í kvöld. Rýming hefur verið í gildi fyrir húsin við Laugaveg 15 og 17 síðan á þriðjudag þegar aurskriða féll á húsin. 2. júlí 2021 22:08 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. 30. júní 2021 11:40
Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær. 30. júní 2021 19:21
Rýmingu í Varmahlíð aflétt Rýmingu á öllum húsum í Varmahlíð í Skagafirði hefur verið aflétt. Þetta ákvað almannavarnanefnd Skagafjarðar á fundi sem hófst klukkan 19 í kvöld. Rýming hefur verið í gildi fyrir húsin við Laugaveg 15 og 17 síðan á þriðjudag þegar aurskriða féll á húsin. 2. júlí 2021 22:08