Innlent

Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Eins og sjá má hér féll skriðan úr veginum og niður á tvö hús.
Eins og sjá má hér féll skriðan úr veginum og niður á tvö hús. Vísir

Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði um klukkan fjögur í dag. Ekkert manntjón varð vegna skriðunnar en talsvert tjón varð á húsunum tveimur sem urðu fyrir skriðunni. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.

Stór hola er í veginum.Vísir

„Það féll skriða yfir Laugaveg og á tvö hús en það varð ekkert manntjón. Gatan er illa farin og það er verið að meta tjónið á húsunum. Þetta gerðist bara núna um miðjan daginn,“ segir Stefán Vagn í samtali við fréttastofu.

Hann segir hafa verið vel vitað að sprunga hafi verið komin í jarðveginn fyrir ofan veginn og höfðu verktakar verið fengnir til að vinna að því að tryggja sprunguna. Þeir voru á staðnum þegar skriðan féll.

„Það var komin sprunga í þennan jarðveg og komnir verktakar til að vinna í þessu. Þeir voru á staðnum þegar þetta gerist og við vissum að jarðvegurinn væri að gliðna í þessu barði, þeir voru komnir þarna með tæki til að létta á þessu þegar þetta gerist,“ segir Stefán Vagn.

Eins og sjá má eru húsin nokkuð skemmd eftir skriðuna.Vísir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×