Fótbolti

Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt þurfa sigur í seinni leiknum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfons Sampsted og félagar þurfa að snúa taflinu við í seinni leiknum.
Alfons Sampsted og félagar þurfa að snúa taflinu við í seinni leiknum. Giuseppe Cottini/Getty

Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt þurfa á sigri að halda í seinni viðureign liðsins gegn Pristhina frá Kósovó eftir 2-1 tap á útivelli í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Alfons spilaði allan leikinn í hægri bakverði í liði Bodø/Glimt sem náði forsytunni snemma leiks. Þar var að verki Patrick Berg eftir stoðsendingu frá Ola Solbakken.

John Otto John jafnaði metin fyrir heimamenn á 44. mínútu og staðan var því jöfn þegar flautað var til hálfleiks.

Marius Lode varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tæplega tíu mínútur voru til leiksloka og það reyndist sigurmark Pristhina.

Seinni viðureign liðanna fer fram að viku liðinni, en þá þurfa Alfons og félagar á sigri að halda.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.