Breyta reglugerð til að létta á sóttvarnahúsum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2021 15:39 Heilbrigðisráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu kemur fram að mikið álag hafi verið á sóttvararhús að undanförnu. Í síðustu viku sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, að fjöldi óbólusettra ferðamanna sem tækju út sína sóttkví í slíku húsi í stað þess að greiða fyrir hóteldvöl, væri vandamál. Ljóst er að reglugerðarbreytingin er liður í því að létta á þessu vandamáli, með því að nýta húsin að mestum hluta aðeins fyrir þá sem þurfa á einangrun að halda. Breytingin tekur gildi næsta laugardag, 7. ágúst. Samkvæmt reglugerðarbreytingunni getur sóttvarnalæknir þó í undantekningartilfellum ákveðið að einstaklingur í sóttkví skuli dveljast á sóttvarnahúsi, til að mynda ef viðkomandi hefur ekki tök á að einangra sig í húsnæði á eigin vegum, eða ef sýnt þykir að hann muni ekki hlíta reglum um sóttkví. Óbólusettir ferðamenn sem koma hingað til lands, og þurfa reglum samkvæmt að fara í sóttkví, munu nú þurfa að leita til hótela og annarra gististaða sem uppfylla kröfur Ferðamálastofu um að fá að taka á móti gestum í sóttkví, og greiða sjálfir fyrir dvölina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu kemur fram að mikið álag hafi verið á sóttvararhús að undanförnu. Í síðustu viku sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, að fjöldi óbólusettra ferðamanna sem tækju út sína sóttkví í slíku húsi í stað þess að greiða fyrir hóteldvöl, væri vandamál. Ljóst er að reglugerðarbreytingin er liður í því að létta á þessu vandamáli, með því að nýta húsin að mestum hluta aðeins fyrir þá sem þurfa á einangrun að halda. Breytingin tekur gildi næsta laugardag, 7. ágúst. Samkvæmt reglugerðarbreytingunni getur sóttvarnalæknir þó í undantekningartilfellum ákveðið að einstaklingur í sóttkví skuli dveljast á sóttvarnahúsi, til að mynda ef viðkomandi hefur ekki tök á að einangra sig í húsnæði á eigin vegum, eða ef sýnt þykir að hann muni ekki hlíta reglum um sóttkví. Óbólusettir ferðamenn sem koma hingað til lands, og þurfa reglum samkvæmt að fara í sóttkví, munu nú þurfa að leita til hótela og annarra gististaða sem uppfylla kröfur Ferðamálastofu um að fá að taka á móti gestum í sóttkví, og greiða sjálfir fyrir dvölina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira