Bandarísku stelpurnar tryggðu sér bronsið eftir mikinn markaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 09:56 Reynsluboltarnir Megan Rapinoe og Carli Lloyd skoruðu báðar tvö mörk í bronsleiknum og hér fagna þær saman öðru marka Rapinoe. AP/Andre Penner Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta klúðraði tækifærinu á að spila um gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó en þær unnu bronsið í dag eftir sjö marka leik. Bandaríkin mættu Ástralíu og unnu leikinn 4-3 eftir að hafa verið 3-1 yfir í hálfleik og leiða 4-1 í upphafi síðari hálfleiks. Áströlsku stelpurnar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og settu mikla pressu á bandaríska liðið. Bæði liðin töpuðu undanúrslitaleiknum með minnsta mun gegn Svíþjóð og Kanada sem spila um gullið á morgun. Megan Rapinoe og Carli Lloyd skoruðu báðar tvö mörk í leiknum en þetta voru fyrstu mörk þeirra á leikunum. Hin 39 ára gamla Lloyd er komin með 128 mörk fyrir landsliðið en hin 36 ára gamla Rapinoe hefur skorað 61 landsliðsmark. Rapinoe x2Lloyd x2Two @USWNT legends secure the bronze medal with a 4-3 win over Australia pic.twitter.com/fL9tZsORkQ— B/R Football (@brfootball) August 5, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem bandaríska kvennalandsliðið vinnur brons en það hafði áður unnið fjögur gull og eitt silfur. Ástralska liðið átti möguleika á sínum fyrstu Ólympíuverðlaunum í greininni. Bandaríska liðið var í úrslitaleik Ólympíuleikanna á fyrstu fimm leikunum sem kvennafótbolti var með en hefur nú klikkað á að komast þangað á tveimur leikum í röð. Megan Rapinoe kom bandaríska liðinu tvisvar yfir á fyrstu 22 mínútum leiksins en Sam Kerr jafnaði metin í 1-1 á milli markanna. Reynsluboltinn Carli Lloyd skoraði síðan sitt hvorum megin við hálfleikinn og kom bandaríska liðinu í 4-1. Fyrra markið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks en það seinna á 51. mínútu. Áströlsku stelpurnar ætluðu ekki að gefast upp og Caitlin Foord minnkaði muninn í tvö með skallamarki þremur mínútum eftir seinna mark Lloyd. Sam Kerr átti stuttu síðar skalla sem fór í stöngina og rúllaði eftir marklínunni án þess að fara í markið. Ref blows the whistle before an AUS corner (!) and the USWNT has won bronze in a wild game. 4-3.— Grant Wahl (@GrantWahl) August 5, 2021 Carli Lloyd hélt síðan að hún væri búin að innsigla þrennuna en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Ástralska liðið náði loks að minnka muninn í blálokin með marki Emily Gielnik á 90. mínútu en bandaríska liðið hélt út og tryggði sér bronsið. Það var samt pressa á bandaríska liðinu og dómari leiksins flautaði síðan leikinn af þegar áströlsku stelpurnar áttu horn. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2026? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sjá meira
Bandaríkin mættu Ástralíu og unnu leikinn 4-3 eftir að hafa verið 3-1 yfir í hálfleik og leiða 4-1 í upphafi síðari hálfleiks. Áströlsku stelpurnar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og settu mikla pressu á bandaríska liðið. Bæði liðin töpuðu undanúrslitaleiknum með minnsta mun gegn Svíþjóð og Kanada sem spila um gullið á morgun. Megan Rapinoe og Carli Lloyd skoruðu báðar tvö mörk í leiknum en þetta voru fyrstu mörk þeirra á leikunum. Hin 39 ára gamla Lloyd er komin með 128 mörk fyrir landsliðið en hin 36 ára gamla Rapinoe hefur skorað 61 landsliðsmark. Rapinoe x2Lloyd x2Two @USWNT legends secure the bronze medal with a 4-3 win over Australia pic.twitter.com/fL9tZsORkQ— B/R Football (@brfootball) August 5, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem bandaríska kvennalandsliðið vinnur brons en það hafði áður unnið fjögur gull og eitt silfur. Ástralska liðið átti möguleika á sínum fyrstu Ólympíuverðlaunum í greininni. Bandaríska liðið var í úrslitaleik Ólympíuleikanna á fyrstu fimm leikunum sem kvennafótbolti var með en hefur nú klikkað á að komast þangað á tveimur leikum í röð. Megan Rapinoe kom bandaríska liðinu tvisvar yfir á fyrstu 22 mínútum leiksins en Sam Kerr jafnaði metin í 1-1 á milli markanna. Reynsluboltinn Carli Lloyd skoraði síðan sitt hvorum megin við hálfleikinn og kom bandaríska liðinu í 4-1. Fyrra markið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks en það seinna á 51. mínútu. Áströlsku stelpurnar ætluðu ekki að gefast upp og Caitlin Foord minnkaði muninn í tvö með skallamarki þremur mínútum eftir seinna mark Lloyd. Sam Kerr átti stuttu síðar skalla sem fór í stöngina og rúllaði eftir marklínunni án þess að fara í markið. Ref blows the whistle before an AUS corner (!) and the USWNT has won bronze in a wild game. 4-3.— Grant Wahl (@GrantWahl) August 5, 2021 Carli Lloyd hélt síðan að hún væri búin að innsigla þrennuna en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Ástralska liðið náði loks að minnka muninn í blálokin með marki Emily Gielnik á 90. mínútu en bandaríska liðið hélt út og tryggði sér bronsið. Það var samt pressa á bandaríska liðinu og dómari leiksins flautaði síðan leikinn af þegar áströlsku stelpurnar áttu horn.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2026? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sjá meira