Innlent

Álagið fyrst og fremst vegna almennra veikinda

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.

Álagið á bráðamóttöku Landspítalans er fyrst og fremst vegna almennra veikinda, fremur en vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í samtali við Morgunblaðið.

Páll segir staðreyndina hins vegar þá að þegar fólk leiti á bráðamóttökuna með óljós einkenni, þurfi að taka þau alvarlega í ljósi stöðu faraldursins. Þá flæki það málin þegar leggja þarf fólk inn.

„Nú erum við með 18 sjúk­linga með Covid-19 og það er rúm­lega ein deild. Þá nátt­úru­lega á spít­ala sem er stund­um með rúm­lega 100% rúma­nýt­ingu, þá mun­ar mjög mikið um það,“ sagði forstjórinn við Morgunblaðið.

Vísir greindi frá því í gær að starfsfólk Landspítala hefði verið beðið um að stytta sumarleyfið sitt og snúa aftur til vinnu vegna álags. Páll segir að af 20 gjörgæslurýmum séu jafnan aðeins um 12 í notkun vegna manneklu.

Samkvæmt síðustu upplýsingum liggja nú þrír á gjörgæslu vegna Covid-19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×