Fótbolti

Asensio kom Spánverjum í Ólympíuúrslit í fyrsta sinn í 21 ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marco Asensio reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmark Spánar gegn Japan.
Marco Asensio reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmark Spánar gegn Japan. getty/Francois Nel

Marco Asensio, leikmaður Real Madrid, skoraði eina mark leiksins þegar Spánn vann Japan, 0-1, í undanúrslitum fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Í úrslitaleiknum á laugardaginn mæta Spánverjar Brasilíumönnum sem unnu Mexíkóa í vítaspyrnukeppni, 4-1, fyrr í dag.

Þetta er í fyrsta sinn síðan í Sydney 2000 sem Spánn kemst í úrslit á Ólympíuleikunum. Þar töpuðu Spánverjar fyrir Kamerúnum í vítakeppni. Spánverjar hafa einu sinni orðið Ólympíumeistarar, á heimavelli 1992.

Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma í leik Spánar og Japans í dag og því þurfti að framlengja.

Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni skoraði Asensio eina mark leiksins eftir sendingu frá Mikel Oyarazabal. Sá síðarnefndi er einn sex leikmanna úr liði Spánverja á EM sem eru einnig í Ólympíuliðinu.

Japan mætir Mexíkó í leiknum um bronsið á föstudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×