Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 13:31 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að verið sé að skoða að koma á laggirnar varanlegri Covid-deild á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. „Nú erum við komin í alveg nýtt landslag þar sem við erum einmitt að feta okkur inn í það að við ætlum miklu frekar að horfa til þess hversu margir eru veikir og hversu margir eru alvarlega veikir frekar en til fjölda smita. Þetta er það sem við erum að sjá núna frá degi til dags og þessi fjöldi sem er inniliggjandi á spítalanum er áhyggjuefni,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Spítalinn er að bregðast sjálfur við með því að fjölga þessum rýmum og við erum að skoða með spítalanum hvort það sé möguleiki að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu,“ sagði Svandís. Erfiðasta tímabil ársins Staðan á Covid göngudeild Landspítalans þyngist dag frá degi og er nú unnið að opnun nýrrar Covid-deildar á Landspítalanum. Þurft hefur að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að aukist álag áfram verði staðan illráðanleg. „Við erum á erfiðasta tíma ársins hvað snertir mönnun vegna sumarleyfa þannig það er bara mjög erfitt. Við verðum þá að reyna að kalla fólk inn úr leyfum og við erum þegar að því en það þarf að gera það í auknum mæli. Það er ekki á vísan að róa með það,“ sagði Runólfur í gær. Telur að auka þurfi fjármagn til spítalans Svandís segist vel skilja að staðan sé erfið á spítalanum. „Það er jafn erfitt fyrir spítalann eins og samfélagið allt að vera að herða og slaka á víxl þannig að við þurfum að sjá þetta fyrir okkur kannski inn í lengri framtíð sem hluta af okkar daglega lífi.“ Á kjörtímabilinu hafi Landspítalanum verið gefið aukið fjármagn og verið sé að vinna í að bæta varanlega þann mönnunarvanda sem ríki í heilbrigðiskerfinu. „Við höfum verið á þessu kjörtímabili að auka umtalsvert fjármagn til spítalans og raunar um 14 prósent á föstu verðlagi þannig að það er umtalsverð viðbót. Þannig að spítalinn stendur betur en hann hefði staðið án þess,“ segir Svandís. Hún telji þó að bæta þurfi fjármögnunina enn betur. „Mín afstaða er sú að það þurfi að auka fjármögnun og bæta fjármögnun til spítalans áfram næstu ár og það þarf að stíga áfram þau skref. En svo eru aðrir þættir sem lúta ekki beint að fjármagni eins og til dæmis mönnun.“ Værum við ekki bólusett væri líklega 10 manna samkomutakmark Styrkja þurfi hana með því að fjölga þeim sem fari í heilbrigðistengt nám. „Það erum við að gera með sérstöku landsráði um mönnun og menntun. Þannig að við erum að taka á þessi frá ýmsum hliðum en þetta er stórt verkefni inn í framtíðina,“ segir Svandís. Hún segir að staðan sé mun betri í dag en hún var áður en meginþorri þjóðarinnar var bólusettur. Hins vegar sé ljóst að hjarðónæmi gegn delta-afbrigðinu hafi ekki verið náð og skoða þurfi næstu skref vandlega. „Bólusetningarnar eru að hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að ef við værum ekki bólusett værum við komin í örugglega 10 manna samkomubann,“ segir Svandís. „Samt erum við ekki að ná því markmiði með delta-afbrigðinu að ná hjarðónæmi í samfélaginu.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19 Bíða eftir hver áhrif mannamóta helgarinnar verða Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, gerir fastlega ráð fyrir því að smittölur gærdagsins verði á svipuðu róli og undanfarna daga. Hann segir að það verði áhugavert að sjá hvaða áhrif ferðalög og mannamót verslunarmannahelgarinnar muni hafa á faraldurinn. 3. ágúst 2021 09:10 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
„Nú erum við komin í alveg nýtt landslag þar sem við erum einmitt að feta okkur inn í það að við ætlum miklu frekar að horfa til þess hversu margir eru veikir og hversu margir eru alvarlega veikir frekar en til fjölda smita. Þetta er það sem við erum að sjá núna frá degi til dags og þessi fjöldi sem er inniliggjandi á spítalanum er áhyggjuefni,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Spítalinn er að bregðast sjálfur við með því að fjölga þessum rýmum og við erum að skoða með spítalanum hvort það sé möguleiki að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu,“ sagði Svandís. Erfiðasta tímabil ársins Staðan á Covid göngudeild Landspítalans þyngist dag frá degi og er nú unnið að opnun nýrrar Covid-deildar á Landspítalanum. Þurft hefur að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildarinnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að aukist álag áfram verði staðan illráðanleg. „Við erum á erfiðasta tíma ársins hvað snertir mönnun vegna sumarleyfa þannig það er bara mjög erfitt. Við verðum þá að reyna að kalla fólk inn úr leyfum og við erum þegar að því en það þarf að gera það í auknum mæli. Það er ekki á vísan að róa með það,“ sagði Runólfur í gær. Telur að auka þurfi fjármagn til spítalans Svandís segist vel skilja að staðan sé erfið á spítalanum. „Það er jafn erfitt fyrir spítalann eins og samfélagið allt að vera að herða og slaka á víxl þannig að við þurfum að sjá þetta fyrir okkur kannski inn í lengri framtíð sem hluta af okkar daglega lífi.“ Á kjörtímabilinu hafi Landspítalanum verið gefið aukið fjármagn og verið sé að vinna í að bæta varanlega þann mönnunarvanda sem ríki í heilbrigðiskerfinu. „Við höfum verið á þessu kjörtímabili að auka umtalsvert fjármagn til spítalans og raunar um 14 prósent á föstu verðlagi þannig að það er umtalsverð viðbót. Þannig að spítalinn stendur betur en hann hefði staðið án þess,“ segir Svandís. Hún telji þó að bæta þurfi fjármögnunina enn betur. „Mín afstaða er sú að það þurfi að auka fjármögnun og bæta fjármögnun til spítalans áfram næstu ár og það þarf að stíga áfram þau skref. En svo eru aðrir þættir sem lúta ekki beint að fjármagni eins og til dæmis mönnun.“ Værum við ekki bólusett væri líklega 10 manna samkomutakmark Styrkja þurfi hana með því að fjölga þeim sem fari í heilbrigðistengt nám. „Það erum við að gera með sérstöku landsráði um mönnun og menntun. Þannig að við erum að taka á þessi frá ýmsum hliðum en þetta er stórt verkefni inn í framtíðina,“ segir Svandís. Hún segir að staðan sé mun betri í dag en hún var áður en meginþorri þjóðarinnar var bólusettur. Hins vegar sé ljóst að hjarðónæmi gegn delta-afbrigðinu hafi ekki verið náð og skoða þurfi næstu skref vandlega. „Bólusetningarnar eru að hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að ef við værum ekki bólusett værum við komin í örugglega 10 manna samkomubann,“ segir Svandís. „Samt erum við ekki að ná því markmiði með delta-afbrigðinu að ná hjarðónæmi í samfélaginu.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19 Bíða eftir hver áhrif mannamóta helgarinnar verða Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, gerir fastlega ráð fyrir því að smittölur gærdagsins verði á svipuðu róli og undanfarna daga. Hann segir að það verði áhugavert að sjá hvaða áhrif ferðalög og mannamót verslunarmannahelgarinnar muni hafa á faraldurinn. 3. ágúst 2021 09:10 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04
Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19
Bíða eftir hver áhrif mannamóta helgarinnar verða Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, gerir fastlega ráð fyrir því að smittölur gærdagsins verði á svipuðu róli og undanfarna daga. Hann segir að það verði áhugavert að sjá hvaða áhrif ferðalög og mannamót verslunarmannahelgarinnar muni hafa á faraldurinn. 3. ágúst 2021 09:10