Bíða eftir hver áhrif mannamóta helgarinnar verða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2021 09:10 Víðir Reynisson er yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, gerir fastlega ráð fyrir því að smittölur gærdagsins verði á svipuðu róli og undanfarna daga. Hann segir að það verði áhugavert að sjá hvaða áhrif ferðalög og mannamót verslunarmannahelgarinnar muni hafa á faraldurinn. Verslunarmannahelgin er nýafstaðin. Þrátt fyrir að vinsælar útihátíðir hafi verið slegnar út af borðinu fyrir liðna helgi var fjöldi fólks á faraldsfæti um helgina líkt og venja er um þessa helgi. Fjölmenni var á Akureyri um helgina auk þess sem að tjaldsvæði voru víða vel sótt. Víðir var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður að stöðu mála í faraldrinum eftir helgina. „Hún er bara svipuð eins og hún hefur verið síðustu daga. Við erum með faraldur í veldisvexti. Þessi helgi, það verður áhugaverð að sjá seinna í vikunni hvað hún gerir. Það er ýmislegt sem við höfum heyrt um helgina sem getur verið uppruni hópsmita en við skulum bara sjá til.“ Eins og hvað? „Samansafn manna víða um land. Eins og við ræddum fyrir helgina er það auðvitað það sem veldur því að þetta breiðist hratt út það er þegar margir koma saman. Það er bara eins og við var að búast þessa helgi,“ sagði Víðir. Yfir verslunarmannahelgina greindust um 300 manns með Covid-19, þar af 154 á föstudaginn sem er metfjöldi. Tölurnar voru heldur lægri á sunnudag og í gær á frídegi verslunarmanna. Víðir reiknar þó með að helgin hafi áhrif á tölurnar í vikunni. „Við eigum eftir að sjá tölur gærdagsins á svipuðu róli og síðustu daga. Eins og við munum úr öllum bylgjunum hingað til þá eru miklu minna af sýnum tekin um helgar. Tölurnar lækka um helgar en svo hækka þær aftur eftir því sem líður á vikuna. Við erum fyrst og fremst með augun á Landspítalanum,“ sagði Víðir Samkvæmt síðustu upplýsingum liggja fimmtán manns inn á Landspítalanum með Covid, þar af tveir og gjörgæslu og annar þeirra er í öndunarvél. „Þetta eru fimmtán einstaklingar sem eru mikið veikir. Það leggst enginn inn á spítalann nema hann sé mikið veikur,“ sagði Víðir en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ferðalög Tengdar fréttir Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Einn í öndunarvél með Covid-19 Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring. 2. ágúst 2021 14:03 „Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 1. ágúst 2021 11:57 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Verslunarmannahelgin er nýafstaðin. Þrátt fyrir að vinsælar útihátíðir hafi verið slegnar út af borðinu fyrir liðna helgi var fjöldi fólks á faraldsfæti um helgina líkt og venja er um þessa helgi. Fjölmenni var á Akureyri um helgina auk þess sem að tjaldsvæði voru víða vel sótt. Víðir var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður að stöðu mála í faraldrinum eftir helgina. „Hún er bara svipuð eins og hún hefur verið síðustu daga. Við erum með faraldur í veldisvexti. Þessi helgi, það verður áhugaverð að sjá seinna í vikunni hvað hún gerir. Það er ýmislegt sem við höfum heyrt um helgina sem getur verið uppruni hópsmita en við skulum bara sjá til.“ Eins og hvað? „Samansafn manna víða um land. Eins og við ræddum fyrir helgina er það auðvitað það sem veldur því að þetta breiðist hratt út það er þegar margir koma saman. Það er bara eins og við var að búast þessa helgi,“ sagði Víðir. Yfir verslunarmannahelgina greindust um 300 manns með Covid-19, þar af 154 á föstudaginn sem er metfjöldi. Tölurnar voru heldur lægri á sunnudag og í gær á frídegi verslunarmanna. Víðir reiknar þó með að helgin hafi áhrif á tölurnar í vikunni. „Við eigum eftir að sjá tölur gærdagsins á svipuðu róli og síðustu daga. Eins og við munum úr öllum bylgjunum hingað til þá eru miklu minna af sýnum tekin um helgar. Tölurnar lækka um helgar en svo hækka þær aftur eftir því sem líður á vikuna. Við erum fyrst og fremst með augun á Landspítalanum,“ sagði Víðir Samkvæmt síðustu upplýsingum liggja fimmtán manns inn á Landspítalanum með Covid, þar af tveir og gjörgæslu og annar þeirra er í öndunarvél. „Þetta eru fimmtán einstaklingar sem eru mikið veikir. Það leggst enginn inn á spítalann nema hann sé mikið veikur,“ sagði Víðir en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ferðalög Tengdar fréttir Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Einn í öndunarvél með Covid-19 Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring. 2. ágúst 2021 14:03 „Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 1. ágúst 2021 11:57 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06
Einn í öndunarvél með Covid-19 Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring. 2. ágúst 2021 14:03
„Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 1. ágúst 2021 11:57