Bíða eftir hver áhrif mannamóta helgarinnar verða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2021 09:10 Víðir Reynisson er yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, gerir fastlega ráð fyrir því að smittölur gærdagsins verði á svipuðu róli og undanfarna daga. Hann segir að það verði áhugavert að sjá hvaða áhrif ferðalög og mannamót verslunarmannahelgarinnar muni hafa á faraldurinn. Verslunarmannahelgin er nýafstaðin. Þrátt fyrir að vinsælar útihátíðir hafi verið slegnar út af borðinu fyrir liðna helgi var fjöldi fólks á faraldsfæti um helgina líkt og venja er um þessa helgi. Fjölmenni var á Akureyri um helgina auk þess sem að tjaldsvæði voru víða vel sótt. Víðir var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður að stöðu mála í faraldrinum eftir helgina. „Hún er bara svipuð eins og hún hefur verið síðustu daga. Við erum með faraldur í veldisvexti. Þessi helgi, það verður áhugaverð að sjá seinna í vikunni hvað hún gerir. Það er ýmislegt sem við höfum heyrt um helgina sem getur verið uppruni hópsmita en við skulum bara sjá til.“ Eins og hvað? „Samansafn manna víða um land. Eins og við ræddum fyrir helgina er það auðvitað það sem veldur því að þetta breiðist hratt út það er þegar margir koma saman. Það er bara eins og við var að búast þessa helgi,“ sagði Víðir. Yfir verslunarmannahelgina greindust um 300 manns með Covid-19, þar af 154 á föstudaginn sem er metfjöldi. Tölurnar voru heldur lægri á sunnudag og í gær á frídegi verslunarmanna. Víðir reiknar þó með að helgin hafi áhrif á tölurnar í vikunni. „Við eigum eftir að sjá tölur gærdagsins á svipuðu róli og síðustu daga. Eins og við munum úr öllum bylgjunum hingað til þá eru miklu minna af sýnum tekin um helgar. Tölurnar lækka um helgar en svo hækka þær aftur eftir því sem líður á vikuna. Við erum fyrst og fremst með augun á Landspítalanum,“ sagði Víðir Samkvæmt síðustu upplýsingum liggja fimmtán manns inn á Landspítalanum með Covid, þar af tveir og gjörgæslu og annar þeirra er í öndunarvél. „Þetta eru fimmtán einstaklingar sem eru mikið veikir. Það leggst enginn inn á spítalann nema hann sé mikið veikur,“ sagði Víðir en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ferðalög Tengdar fréttir Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Einn í öndunarvél með Covid-19 Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring. 2. ágúst 2021 14:03 „Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 1. ágúst 2021 11:57 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Sjá meira
Verslunarmannahelgin er nýafstaðin. Þrátt fyrir að vinsælar útihátíðir hafi verið slegnar út af borðinu fyrir liðna helgi var fjöldi fólks á faraldsfæti um helgina líkt og venja er um þessa helgi. Fjölmenni var á Akureyri um helgina auk þess sem að tjaldsvæði voru víða vel sótt. Víðir var í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður að stöðu mála í faraldrinum eftir helgina. „Hún er bara svipuð eins og hún hefur verið síðustu daga. Við erum með faraldur í veldisvexti. Þessi helgi, það verður áhugaverð að sjá seinna í vikunni hvað hún gerir. Það er ýmislegt sem við höfum heyrt um helgina sem getur verið uppruni hópsmita en við skulum bara sjá til.“ Eins og hvað? „Samansafn manna víða um land. Eins og við ræddum fyrir helgina er það auðvitað það sem veldur því að þetta breiðist hratt út það er þegar margir koma saman. Það er bara eins og við var að búast þessa helgi,“ sagði Víðir. Yfir verslunarmannahelgina greindust um 300 manns með Covid-19, þar af 154 á föstudaginn sem er metfjöldi. Tölurnar voru heldur lægri á sunnudag og í gær á frídegi verslunarmanna. Víðir reiknar þó með að helgin hafi áhrif á tölurnar í vikunni. „Við eigum eftir að sjá tölur gærdagsins á svipuðu róli og síðustu daga. Eins og við munum úr öllum bylgjunum hingað til þá eru miklu minna af sýnum tekin um helgar. Tölurnar lækka um helgar en svo hækka þær aftur eftir því sem líður á vikuna. Við erum fyrst og fremst með augun á Landspítalanum,“ sagði Víðir Samkvæmt síðustu upplýsingum liggja fimmtán manns inn á Landspítalanum með Covid, þar af tveir og gjörgæslu og annar þeirra er í öndunarvél. „Þetta eru fimmtán einstaklingar sem eru mikið veikir. Það leggst enginn inn á spítalann nema hann sé mikið veikur,“ sagði Víðir en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ferðalög Tengdar fréttir Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06 Einn í öndunarvél með Covid-19 Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring. 2. ágúst 2021 14:03 „Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 1. ágúst 2021 11:57 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Sjá meira
Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. 2. ágúst 2021 20:06
Einn í öndunarvél með Covid-19 Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring. 2. ágúst 2021 14:03
„Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 1. ágúst 2021 11:57