Innlent

Ónæmisörvun kennara og skólastarfsmanna hefst í dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kennarar og starfsmenn skóla fá örvunarskammt í þessari viku og næstu.
Kennarar og starfsmenn skóla fá örvunarskammt í þessari viku og næstu.

Kennsla í leikskólum hefst víða í dag eftir hefðbundna sumarlokun í júlímánuði og þá hefst jafnframt í dag seinni bólusetning kennara og starfsmanna skóla sem fengu bóluefnið frá Janssen á vordögum.

Örvunarskammturinn verður gefinn með bóluefnunum frá Pfizer og Moderna og bólusett verður dagana 3. til 13. ágúst á Suðurlandsbraut. Bólusett verður eftir fæðingardögum og eiga þeir sem eiga afmæli í janúar og febrúar að mæta í dag.

Bólusett verður frá kl. 11 til kl. 16 og er fólk beðið um að mæta eftir því hvenær í mánuðinum það er fætt. Þeir sem eru fæddir í fyrstu viku mánaðarins eru beðnir um að mæta kl. 11 og svo koll af kolli.

Samkvæmt heimasíðu Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu verður ekki boðað í bólusetningarnar en fólk er beðið um að mæta með gamla strikamerkið úr fyrri bólusetningunni. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.