Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Árni Sæberg skrifar 2. ágúst 2021 22:49 Eggert Eyjólfsson segir stöðuna á bráðamóttökunni alvarlega. Vísir/Vilhelm Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. Eggert benti á stöðu mála á bráðamóttökunni í Facebookfærslu í kvöld vegna fréttar Vísis af rútuslysi. Hann hefur áhyggjur af því að bráðamóttakan gæti ekki tekist á við alvarlegt hópslys ef slíkt kæmi upp. „Það er alveg augljóst að ef það hefðu verið fleiri en einn eða tveir alvarlega slasaðir í þessu slysi þá hefði Landspítalinn ekki getað sinnt þeim,“ segir Eggert í samtali við Vísi. „Við náttúrulega hefðum reynt að hlaupa hraðar og sinna tveimur þremur sjúklingum hver læknir en það boðar ekki gott þegar þú átt von á þrjátíu eða fjörutíu sjúklingum og þú ert með kannski fjögur eða fimm pláss á bráðamóttökunni til að skoða fólkið og engin pláss á sjúkrahúsinu til að leggja það inn,“ bætir hann við. Einungis eitt laust pláss fyrir alvarlega slasaða Samkvæmt færslunni er staðan á bráðamóttökunni í kvöld eftirfarandi: Laus pláss til að skoða mikið slasaða - 1 Laus pláss til að skoða nokkuð slasaða - 3 Laus pláss til að skoða lítið slasaða - 5 Laus pláss á gjörgæslu - 1 Laus pláss á almennum deildum - mínus 9 Eggert segir að starfsfólk Landspítalans hafi talað um þessa alvarlegu stöðu í mörg ár en að það hafi því miður talað fyrir daufum eyrum. Auk plássleysis er alvarleg mannekla ástæða þess að ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Eggert segir að á hverjum tíma sé einungis einn vakthafandi sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Sá læknir hafi oftast einungis einn eða tvo minna reynda lækna sér til handar auk læknanema. Þá eru hjúkrunarfræðingar á deildinni alvarlega undirmannaðir. Eggert segir að enn eigi eftir að manna fjögur hundruð vaktir hjúkrunarfræðinga í sumar. Hópslysaáætlun Landspítalans gerir ráð fyrir að bráðamóttakan væri rýmd „Landspítalinn er með hópslysaáætlun sem gerir ráð fyrir að þeir sjúklingar sem geti útskrifast séu útskrifaðir strax og að bráðamóttakan verði tæmd af fólki sem þarf ekki lífsnauðsynlega að vera þar,“ segir Eggert. Eggert bendir á að hópslysaáætlun breyti því ekki að það sé bara einn sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Hann segir að Félag bráðalækna hafi bent á þá alvarlegu stöðu fyrr í sumar. „Ef eitthvað alvarlegt gerist er reynt að hringja fólk út og virkja fólk til að koma og hjálpa og maður myndi að sjálfsögðu gera það en það breytir því ekki að staðan á sjúkrahúsinu er bara ómöguleg,“ segir Eggert. Eggert segist vildi óska þess að ráðamenn hefðu hlustað á varnaðarorð lækna um að heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til að takast á við álag af völdum aukningu ferðamanna. Bent hafi verið á það fyrir rúmlega tíu árum síðan. „Heilbrigðiskerfið okkar á mjög bágt með það að sinna bara þeim sem búa hér, hvað þá gestum landsins,“ segir hann. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Eggert benti á stöðu mála á bráðamóttökunni í Facebookfærslu í kvöld vegna fréttar Vísis af rútuslysi. Hann hefur áhyggjur af því að bráðamóttakan gæti ekki tekist á við alvarlegt hópslys ef slíkt kæmi upp. „Það er alveg augljóst að ef það hefðu verið fleiri en einn eða tveir alvarlega slasaðir í þessu slysi þá hefði Landspítalinn ekki getað sinnt þeim,“ segir Eggert í samtali við Vísi. „Við náttúrulega hefðum reynt að hlaupa hraðar og sinna tveimur þremur sjúklingum hver læknir en það boðar ekki gott þegar þú átt von á þrjátíu eða fjörutíu sjúklingum og þú ert með kannski fjögur eða fimm pláss á bráðamóttökunni til að skoða fólkið og engin pláss á sjúkrahúsinu til að leggja það inn,“ bætir hann við. Einungis eitt laust pláss fyrir alvarlega slasaða Samkvæmt færslunni er staðan á bráðamóttökunni í kvöld eftirfarandi: Laus pláss til að skoða mikið slasaða - 1 Laus pláss til að skoða nokkuð slasaða - 3 Laus pláss til að skoða lítið slasaða - 5 Laus pláss á gjörgæslu - 1 Laus pláss á almennum deildum - mínus 9 Eggert segir að starfsfólk Landspítalans hafi talað um þessa alvarlegu stöðu í mörg ár en að það hafi því miður talað fyrir daufum eyrum. Auk plássleysis er alvarleg mannekla ástæða þess að ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Eggert segir að á hverjum tíma sé einungis einn vakthafandi sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Sá læknir hafi oftast einungis einn eða tvo minna reynda lækna sér til handar auk læknanema. Þá eru hjúkrunarfræðingar á deildinni alvarlega undirmannaðir. Eggert segir að enn eigi eftir að manna fjögur hundruð vaktir hjúkrunarfræðinga í sumar. Hópslysaáætlun Landspítalans gerir ráð fyrir að bráðamóttakan væri rýmd „Landspítalinn er með hópslysaáætlun sem gerir ráð fyrir að þeir sjúklingar sem geti útskrifast séu útskrifaðir strax og að bráðamóttakan verði tæmd af fólki sem þarf ekki lífsnauðsynlega að vera þar,“ segir Eggert. Eggert bendir á að hópslysaáætlun breyti því ekki að það sé bara einn sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Hann segir að Félag bráðalækna hafi bent á þá alvarlegu stöðu fyrr í sumar. „Ef eitthvað alvarlegt gerist er reynt að hringja fólk út og virkja fólk til að koma og hjálpa og maður myndi að sjálfsögðu gera það en það breytir því ekki að staðan á sjúkrahúsinu er bara ómöguleg,“ segir Eggert. Eggert segist vildi óska þess að ráðamenn hefðu hlustað á varnaðarorð lækna um að heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til að takast á við álag af völdum aukningu ferðamanna. Bent hafi verið á það fyrir rúmlega tíu árum síðan. „Heilbrigðiskerfið okkar á mjög bágt með það að sinna bara þeim sem búa hér, hvað þá gestum landsins,“ segir hann.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31