Kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags og opna nýja Covid-deild Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2021 20:06 Runólfur Pálsson er forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans. Vísir Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags. Staðan á Covid göngudeildinni þyngist dag frá degi enda 1.244 í einangrun. „Í þeim hópi eru all nokkrir sem eru með talsvert mikil einkenni eða jafnvel mjög mikil,“ sagði Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar2. Þar af tveir rauðmerktir en tvísýnt er hvort þeir þurfi á spítalainnlögn að halda. „Og tuttugu og fimm gulir eða með meðal mikil einkenni þannig þetta er orðinn ansi þungur róður þarna.“ Von á frekari innlögnum á næstu dögum Runólfur segir að róðurinn sé jafnframt að þyngjast verulega á Landspítalanum. Fimm lögðust inn á spítalann í gær og einn nú síðdegis í dag. Alls eru nú sextán inniliggjandi. Tveir á gjörgæslu. Einn í öndunarvél. Runólfur á von á frekari innlögnum á næstu dögum. „Þegar fjöldinn er orðinn svona mikill þá má búast við einstaklingum sem veikjast meira eða jafnvel alvarlega. Það er þarna fólk með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma og svo aðrir sem eru óbólusettir og því ekki með neina vörn gegn alvarlegum veikindum.“ Erfiðasti tími ársins vegna sumarleyfa Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum. Runólfur segir stöðuna þar tvísýna. Ef álag haldi áfram að aukast verði staðan illviðráðanleg. „Við erum á erfiðasta tíma ársins hvað snertir mönnun vegna sumarleyfa þannig það er bara mjög erfitt. Við verðum þá að reyna að kalla fólk inn úr leyfum og við erum þegar að því en þá þarf að gera það í auknum mæli. Það er ekki á vísan að róa með það 784 tilfelli í vikunni Að minnsta kosti 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 36 utan sóttkvíar. 50 þeirra sem greindust í gær voru fullbólusettir og 15 óbólusettir. Alls greindust 784 smitaðir i vikunni, þar af 153 um helgina þegar færri sýni voru tekin en dagana á undan. Samskiptastjóri almannavarna á von á að smituðum fjölgi eftir helgina og biðlar til fólks að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni. Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Staðan á Covid göngudeildinni þyngist dag frá degi enda 1.244 í einangrun. „Í þeim hópi eru all nokkrir sem eru með talsvert mikil einkenni eða jafnvel mjög mikil,“ sagði Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar2. Þar af tveir rauðmerktir en tvísýnt er hvort þeir þurfi á spítalainnlögn að halda. „Og tuttugu og fimm gulir eða með meðal mikil einkenni þannig þetta er orðinn ansi þungur róður þarna.“ Von á frekari innlögnum á næstu dögum Runólfur segir að róðurinn sé jafnframt að þyngjast verulega á Landspítalanum. Fimm lögðust inn á spítalann í gær og einn nú síðdegis í dag. Alls eru nú sextán inniliggjandi. Tveir á gjörgæslu. Einn í öndunarvél. Runólfur á von á frekari innlögnum á næstu dögum. „Þegar fjöldinn er orðinn svona mikill þá má búast við einstaklingum sem veikjast meira eða jafnvel alvarlega. Það er þarna fólk með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma og svo aðrir sem eru óbólusettir og því ekki með neina vörn gegn alvarlegum veikindum.“ Erfiðasti tími ársins vegna sumarleyfa Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum. Runólfur segir stöðuna þar tvísýna. Ef álag haldi áfram að aukast verði staðan illviðráðanleg. „Við erum á erfiðasta tíma ársins hvað snertir mönnun vegna sumarleyfa þannig það er bara mjög erfitt. Við verðum þá að reyna að kalla fólk inn úr leyfum og við erum þegar að því en þá þarf að gera það í auknum mæli. Það er ekki á vísan að róa með það 784 tilfelli í vikunni Að minnsta kosti 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 36 utan sóttkvíar. 50 þeirra sem greindust í gær voru fullbólusettir og 15 óbólusettir. Alls greindust 784 smitaðir i vikunni, þar af 153 um helgina þegar færri sýni voru tekin en dagana á undan. Samskiptastjóri almannavarna á von á að smituðum fjölgi eftir helgina og biðlar til fólks að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni. Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira