Innlent

Einn í öndunarvél með Covid-19

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Vilhelm

Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring.

Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítalans staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 

„Við getum tekið við fimmtán manns á deild A7 sem er Covid-göngudeild þannig að ef fram fer sem horfir og miðað við innlagnartíðni síðustu daga þá þarf að undirbúa opnun annarrar deildar og það er í samræmi við okkar plön,“ segir Már Kristjánsson í samtali við fréttastofu.

Þetta er í fyrsta sinn sem einstaklingur þarf í öndunarvél vegna sjúkdómsins í þessari fjórðu bylgju faraldursins.

Að minnsta kosti 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru 36 utan sóttkvíar. 50 þeirra sem greindust í gær voru fullbólusettir og 15 óbólusettir. Einn greindist við landamærin.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.