Tsimanouskaya komin með landvistarleyfi í Póllandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 13:19 Krystsina Tsimanouskaya er komin með landvistarleyfi í Póllandi. EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum. Tsimanouskaya var tekin úr keppnisliði Hvíta-Rússlands á laugardag eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptaforritinu Telegram fyrir að ætla henni að keppa í 400 metra boðhlaupi. Hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi í dag en að hennar sögn var hún skráð, án hennar vitneskju, í boðhlaupið vegna þess að liðsmenn voru ekki með keppnisleyfi þar sem tilskilin lyfjapróf vantaði. Að sögn Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands var Tsimanouskaya tekin úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar líðan hennar. Í kjölfar þess að henni var tilkynnt að hún myndi ekki keppa fyrir hönd Hvíta-Rússlands var henni fylgt á Haneda flugvöllinn þar sem hún átti að fara um borð í flugvél á leið til Hvíta-Rússlands. Hún hins vegar neitaði að fara um borð í vélina og leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á flugvellinum. Yfirvöld í Póllandi og Tékklandi buðu henni þegar hæli. Þá hafði hvítrússneskur íbúi í Japan sagt í samtali við fréttastofu Reuters að hún hygðist sækja um hæli í Japan. Það var svo í dag, klukkan 5 síðdegis að staðartíma, sem Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó þar sem við henni tóku tveir starfsmenn sendiráðsins og héldu á rauðum og hvítum fána, merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Málið hefur vakið mikla athygli en mikil óstöðugleiki hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi undanfarið ár. Þann 9. ágúst 2020 hófust mikil mótmæli þegar niðurstöður forsetakosninga lágu fyrir, en Alexander Lúkasjenkó bar sigur úr bítum í þeim þó að margir haldi því fram að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli. Síðan þá hefur landsstjórnin herjað hart að stjórnarandstæðingum. Samkvæmt heimildamanni fréttastofu Reuters í innanríkisráðuneyti Úkraínu hefur eiginmaður Tsimanouskayu, Arseni Zhdanevich, flúið til Úkraínu. Ekki liggur fyrir hvort hann muni fara til Póllands til að hitta Tsminaouskayu fyrir þegar hún kemur þangað. Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pólland Úkraína Tengdar fréttir Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35 Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóða Ólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Tsimanouskaya var tekin úr keppnisliði Hvíta-Rússlands á laugardag eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptaforritinu Telegram fyrir að ætla henni að keppa í 400 metra boðhlaupi. Hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi í dag en að hennar sögn var hún skráð, án hennar vitneskju, í boðhlaupið vegna þess að liðsmenn voru ekki með keppnisleyfi þar sem tilskilin lyfjapróf vantaði. Að sögn Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands var Tsimanouskaya tekin úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar líðan hennar. Í kjölfar þess að henni var tilkynnt að hún myndi ekki keppa fyrir hönd Hvíta-Rússlands var henni fylgt á Haneda flugvöllinn þar sem hún átti að fara um borð í flugvél á leið til Hvíta-Rússlands. Hún hins vegar neitaði að fara um borð í vélina og leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á flugvellinum. Yfirvöld í Póllandi og Tékklandi buðu henni þegar hæli. Þá hafði hvítrússneskur íbúi í Japan sagt í samtali við fréttastofu Reuters að hún hygðist sækja um hæli í Japan. Það var svo í dag, klukkan 5 síðdegis að staðartíma, sem Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó þar sem við henni tóku tveir starfsmenn sendiráðsins og héldu á rauðum og hvítum fána, merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Málið hefur vakið mikla athygli en mikil óstöðugleiki hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi undanfarið ár. Þann 9. ágúst 2020 hófust mikil mótmæli þegar niðurstöður forsetakosninga lágu fyrir, en Alexander Lúkasjenkó bar sigur úr bítum í þeim þó að margir haldi því fram að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli. Síðan þá hefur landsstjórnin herjað hart að stjórnarandstæðingum. Samkvæmt heimildamanni fréttastofu Reuters í innanríkisráðuneyti Úkraínu hefur eiginmaður Tsimanouskayu, Arseni Zhdanevich, flúið til Úkraínu. Ekki liggur fyrir hvort hann muni fara til Póllands til að hitta Tsminaouskayu fyrir þegar hún kemur þangað.
Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pólland Úkraína Tengdar fréttir Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35 Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóða Ólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35
Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóða Ólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17