Innlent

Þyrlan sótti slasaða konu á Úlfarsfell

Árni Sæberg skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO Landhelgisgæsla Íslands

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu sem slasast hafði lítillega á Úlfarsfelli í kvöld.

Starfsmaður á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Aðstæður voru mjög erfiðar á svæðinu sökum mikillar þoku sem hefur líklega ekki farið fram hjá neinum á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.

Þrátt fyrir þokuna tókst að hífa konuna upp í þyrlu og koma henni á Reykjavíkurflugvöll. 

Starfsmaðurinn gat ekki gefið nákvæmar upplýsingar um líðan konunnar en tók þó fram að meiðsl hennar væru ekki alvarleg.

Að neðan má sjá upptöku frá björgunaraðgerðum í fjallinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.