Íslenski boltinn

Dagskráin í dag - Stórleikur í Kópavogi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stórleikur í kvöld.
Stórleikur í kvöld. vísir/hulda margrét

Frídegi verslunarmanna verður fagnað með stórleik í Pepsi Max deild karla í fótbolta þar sem Breiðablik fær Víking í heimsókn á Kópavogsvöll í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Um er að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir bæði lið sem eru að elta forystusauðina í Val en sex stigum munar á Víkingi (2.sæti) og Breiðabliki (4.sæti). Blikarnir eiga einn leik til góða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.