Vonar að kindurnar í dalnum jarmi undir með sér Árni Sæberg skrifar 1. ágúst 2021 19:54 Magnús Kjartan Eyjólfsson mun stýra brekkusöng fyrir tómum Herjólfsdal í kvöld. Vísir/Stöð 2 Brekkusöngur á Þjóðhátíð fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt í sextíu manns hafa unnið að uppsetningu enda var ákveðið að bjóða upp á dagskrá í fullri stærð og svo getur fólk keypt sér aðgang að streymi. Einvalið tónlistarfólks mun koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal í kvöld þrátt fyrir að engum verði hleypt inn í dalinn. Þrátt fyrir að lögregla muni sjá til þess að engir gestir verði í dalnum fékk Svava Kristín Grétarsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, þó að laumast í dalinn og skoða sviðið. Hún ræddi einnig við Magnús Kjartan Eyjólfsson sem mun stýra brekkusöngnum í fyrsta skipti í kvöld. Ljóst er að Eyjamenn munu ekki láta sér leiðast í kvöld en búist er við að þeir hópist saman, í hæfilega stóra hópa, og horfi saman á brekkusönginn. Þá munu þeir eflaust taka hraustlega undir og skemmta sér fram á kvöld eins og þeim einum er lagið. „Þetta bara leggst ofsalega vel í mig. Ég var svolítið stressaður í gær, yfir hvernig væri að spila svona fyrir engan í brekkunni en svo horfði ég bara inn í dalinn og sagði þetta verður bara geggjað,“ segir Magnús Kjartan í samtali við fréttastofu. Hann segir ekkert jafnast á við aðstæðurnar í dalnum og að hann sé búinn að reka augun í nokkrar kindur sem hann vonar að muni jarma undir með sér í kvöld. „Þetta verður bara fínt sko, ég hlakka mikið til,“ segir Magnús. Hann segir að það hafi verið erfitt að setja saman lagalista fyrir kvöldið enda séu ofboðslega mörg lög sem koma til greina. „Þegar ég var ráðinn var gert ráð fyrir að það yrðu hérna tuttugu þúsund manns í brekkunni og þá var ég kominn með nokkur lög sem eru kannski ekki þessi týpísku brekkulög, sem fólk hefði getað sungið með í brekkunni en ég dró aðeins úr því þegar ég áttaði mig á því að fólk ætti að vera fyrir framan sjónvarpið að syngja með,“ segir Magnús Kjartan. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Sjá meira
Einvalið tónlistarfólks mun koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal í kvöld þrátt fyrir að engum verði hleypt inn í dalinn. Þrátt fyrir að lögregla muni sjá til þess að engir gestir verði í dalnum fékk Svava Kristín Grétarsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, þó að laumast í dalinn og skoða sviðið. Hún ræddi einnig við Magnús Kjartan Eyjólfsson sem mun stýra brekkusöngnum í fyrsta skipti í kvöld. Ljóst er að Eyjamenn munu ekki láta sér leiðast í kvöld en búist er við að þeir hópist saman, í hæfilega stóra hópa, og horfi saman á brekkusönginn. Þá munu þeir eflaust taka hraustlega undir og skemmta sér fram á kvöld eins og þeim einum er lagið. „Þetta bara leggst ofsalega vel í mig. Ég var svolítið stressaður í gær, yfir hvernig væri að spila svona fyrir engan í brekkunni en svo horfði ég bara inn í dalinn og sagði þetta verður bara geggjað,“ segir Magnús Kjartan í samtali við fréttastofu. Hann segir ekkert jafnast á við aðstæðurnar í dalnum og að hann sé búinn að reka augun í nokkrar kindur sem hann vonar að muni jarma undir með sér í kvöld. „Þetta verður bara fínt sko, ég hlakka mikið til,“ segir Magnús. Hann segir að það hafi verið erfitt að setja saman lagalista fyrir kvöldið enda séu ofboðslega mörg lög sem koma til greina. „Þegar ég var ráðinn var gert ráð fyrir að það yrðu hérna tuttugu þúsund manns í brekkunni og þá var ég kominn með nokkur lög sem eru kannski ekki þessi týpísku brekkulög, sem fólk hefði getað sungið með í brekkunni en ég dró aðeins úr því þegar ég áttaði mig á því að fólk ætti að vera fyrir framan sjónvarpið að syngja með,“ segir Magnús Kjartan.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Sjá meira