Enski boltinn

Chelsea lagði Arsenal í æfingaleik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ben White mættur í Arsenal treyjuna.
Ben White mættur í Arsenal treyjuna. vísir/Getty

Nágrannaliðin Arsenal, Chelsea og Tottenham leika sínu síðustu æfingaleiki á móti hvert öðru í Lundúnum í vikunni.

Um er að ræða æfingamót sem félögin komu sér saman um að setja á laggirnar og rennur ágóði æfingaleikjanna til góðgerðarmála í ensku höfuðborginni.

Arsenal og Chelsea riðu á vaðið á Emirates leikvangnum í dag þar sem bæði lið tefldu fram nokkrum nýjum leikmönnum sem verslaðir hafa verið til félaganna í sumar.

Kai Havertz kom Chelsea í forystu, Granit Xhaka jafnaði metin fyrir Arsenal og Tammy Abraham skoraði sigurmarkið fyrir Chelsea. Lokatölur 1-2.

Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst þann 13.ágúst næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.