Innlent

Starfs­maður á Grund greindist smitaður

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Dvalarheimilið Grund við Hringbraut.
Dvalarheimilið Grund við Hringbraut. Mynd/Grundarheimilin

Starfs­maður á hjúkrunar­heimili Grundar við Hring­braut greindist já­kvæður fyrir Co­vid-19 í gær­kvöldi. Hann vinnur á deildunum Litlu Grund og Minni Grund.

Starfs­maðurinn var síðast í vinnu á föstu­dag og hafa heimilis­menn sem voru í ná­vígi við hann komnir í sótt­kví. Á meðan á sótt­kvínni stendur verður lokað fyrir allar heim­sóknir á hjúkrunar­heimilið.

Í til­kynningu frá Grund segir að málið sé ekki tengt því þegar smit kom upp á þriðju­daginn í síðustu viku hjá starfs­manni og tveimur heimilis­mönnum á annarri deild hjúkrunar­heimilisins.

Vísir og Stöð 2 litu ný­lega við hjá Grund til að taka stöðuna á heimilis­fólkinu. Það var flest allt afar ró­legt yfir vexti far­aldursins og var visst um að vera á­gæt­lega vel verndað fyrir miklum veikindum með bólu­setningum sínum.


Tengdar fréttir

„Ég er ekkert hrædd við þetta“

„Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví.

Öll sýni neikvæð á Grund

Öll sýni sem tekin voru hjá íbúum og starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund eftir að smit greindist hjá starfsmanni reyndust neikvæð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×